Réttur


Réttur - 01.01.1977, Side 62

Réttur - 01.01.1977, Side 62
gangi hússins." (183 — leturbreyting mín — s.). I sömu heimildum segir um 30. mars að „krakkar" hafi rifið upp girðinguna við Baðhúsið. Lögreglu- þjónn segir að mikið af „óróaseggjunum hafi verið unglingar . . ." Annar lögregluþjónn segir: „Bar þar mest á unglingum . . ." Þannig hafði útboð lögreglunnar i rauninni magnað spennuna sem þegar var fyrir enda sagði Þjóðviljinn um átökin á Austurvelli 29. mars: „Þetta atvik, sem ber að harma, er bein afleiðing af lögreglu- og hvítliðaút- boði rikisstjórnarinnar ..." (184). En í Sjálfstæð- ishúsinu beið íhaldsæskan boðanna og hlýddi þeg- ar kallið kom; þarna að kvöldi hins 29. mars var upplagt tækifæri til þess að hafa „generalprufu": .....aðaldyrum Sjálfstæðishússins var skyndilega hrundið upp og út streymdu nokkur hundruð manna, sem læstu saman handleggjunum og mynd- uðu þannig „þreiðfylkingu, sem beinlínis sópaði þessum lýð af Austurvelli" — en hélt síðan inn i húsið aftur. Þetta kvöld var allt það lið, sem sjálf- þoðaliðarnir á skrifstofum Sjálfstæðisflokksins höfðu safnað saman statt í Sjálfstæðishúsinu. I næturhúminu þetta kvöld sýndi það sig í fyrsta skipti og „reyndi afl sitt". (184). „En þetta kvöld var teningunum kastað. Ákveðið var að kalla allan þann liðssafnað sem Sjálfstæðismenn höfðu yfir að ráða til starfa I og við Alþingishúsið næsta dag — 30. mars 1949." (185). ÓVENJULEGAR RÁÐSTAFANIR Þegar sá dagur rann upp virtist bæjarlífið í fyrstu hafa yfir sér eðlilegan svip. Morgunblaðið var sem fyrr og síðar borið í nærri hvert hús í bænum og fyrirsögnin hljóðaði svo: „KOMMÚN- ISTAR ÓGNA MEÐ HERVALDI RÚSSA". Menn hafi í huga útbreiðslu Morgunblaðsins og áhrifa- mátt þegar þeir virða þessi orð fyrir sér; þá hljóta allir að skilja hvílík hvatning slík fyrirsögn hefur verið til þess amk. að ganga á Austurvöll og virða þessar manntegundir „kommúnistana" fyrir sér. Vísir sagðí í leiðara sama dag að hótanir Þjóð- viljans um beitingu ofbeldis(l) „hafa leitt til þess að dómsmálaráðherra og lögreglustjóri Reykjavík- urbæjar hafa gert óvenjulegar ráðstafanir til þess að vernda lif og öryggi þingmanna." Um 9-leytið um morguninn var búið að fylla al- þingishúsið og upp úr 9 fóru íhaldsmennirnir að drífa að Sjálfstæðishúsinu. Þaðan héldu nokkrir þeirra, 50—60 talsins, inn i alþingishúsið og bjuggu sér ból I þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. Þeir voru með kylfur og hjálma og spiluðu poker. Aðrir íhaldsmenn biðu I Sjálfstæðishúsinu, en þeir voru komnir á „sinn stað" framan við þinghúsið kl. 1. Hvað voru þessir menn að gera? PHJ tekur viðtal við nokkra þeirra og þar kemur fram: „Við ætluðum að reyna að passa að þeir kæmust ekki inn í þingið . . . . " (Barði Friðriksson), ,, . . . við trúðum því að þeir mundu reyna að hindra störf alþingis . . ." (Eyjólfur Konráð)........þeir hafi ætlað sér með góðu eða illu að hindra þetta ... .“ (Már Jóhannsson) og.........ég reiknaði alltaf með því að það gætu orðið óeirðir, slagsmál og grjót- kast ...." (Ásgeir Pétursson). Þarna töluðu þeir sem ungir voru og óreyndir, en hinir eldri voru ámóta illa á sig komnir: „Maður var auðvitað alveg viss um að það hlaut að verða". (Eysteinn Jónsson). Af þessu má sjá að forsprakkar óeirð- anna, liðssafnaðarins við þinghúsið, hvítliðanna og stjórnarflokkanna höfðu morguninn 30. mars búið sig undir miklu hrikalegri atburði en nokkru sinni var rökstudd ástæða til þess að búast við. Þeir urðu sjálfir fórnarlömb eigin áróðurs; þeir trúðu eigin ósannindum. Laust fyrir klukkan 10 árdegis hins sögulega dags hittust i þinghúsinu forystumenn stjórnarflokk- anna, Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra varaformaður Framsóknar- flokksins Ólafur Thórs, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Bjarni Benediktsson, utanríkis- og dóms- málaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þeir félagar settu saman miða. Bjarni skrifaði fyrsta hluta textans: „Reykvikingar! Kommúnistar hafa án þess að leita leyfis boðað til útifundar í dag og skorað á menn að taka sér fri frá störfum." Ólafur Thórs bætti við eigin hendi: „Við viljum því hér með skora á friðsama borgara að koma á Austurvöll til þess með því að sýna að alþingi hafi starfsfrið." Inn á milli orðanna „Austurvöll" og „til" bætti Jóhann Hafstein siðan orðunum „milli kl. 12 og 1". Þessi miði var siðan sendur hraðboði í Prentsmiðju Isafoldar og prentaður i 25.000 eintökum. Honum var dreift úr litilli flugvél yfir bæinn laust fyrir hádegi og „voru götur bæj- arins þaktar pappír er líða tók að hádegi" (203). „Munu lögreglumenn hafa hirt dreifimiðana af götu sinni og á þann hátt fréttu lögregluyfirvöld fyrst af ákvörðun þessari. Hún kom þvi lögregluyfirvöld- 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.