Réttur


Réttur - 01.01.1977, Side 77

Réttur - 01.01.1977, Side 77
í íran hótað banni á hollenskar vörur í íran ef af ráðstefnunni verður. (Blóðkeisari þessi er stórhluthafi í Krupp-félaginu og fleiri stærstu fyrirtækjum Yestur-Þýskalands). MÓSAMBÍK Dagana 3.—7. febrúar hélt Frelimo, þjóð- frelsishreyfing Mósambík 3. þing sitt, hið fyrsta í frjálsu landi sínu. A þinginu var ákveðið að stofna Verkamanna- og bænda- flokk á grundvelli marxismans, þannig að þjóðfrelsishreyfingin yrði slíkur flokkur. Var Samora Machel, er verið hefur leiðtogi hreyf- ingarinnar og er nú forseti landsins, kosinn formaður miðstjórnar flokksins. Hlutverk flokksins yrði fyrst og fremst að skapa grund- völl undir sósíalisma í landinu. Alls mættu á þinginu fulltrúar frá 50 marxistiskum verklýðsflokkum, þjóðfrelsis- hreyfingum og öðrum róttækum samtökum. ANGÓLA í ársbyrjun 1977 voru sextán ár liðin síð- an hin vopnaða frelsisbarátta þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í Angólu, MPLA, hófst. Leiðtogi hreyfingarinnar, Agostinho Neto, sem nú er forseti landsins, lýsti þá yfir því að stefna skyldi að því að koma á sósíal- isma í landinu, en skilyrði fyrir því væru róttækar efnahagslegar umbreytingar og myndun verklýðsflokks. Kvað hann MPLA myndu halda þing í árslok, þar sem myndun slíks flokks á grundvelli marxisma, yrði á dagskrá. TANSANÍA Þann 5. febrúar ákváðu tveir aðalflokkar þeir, sem starfað hafa í landinu: Afríkanska þjóðarbandalagið í Tanganjika (TANU) og Afro-Schirazi-flokkurinn að sameinast í einn byltingarflokk í því skyni að berjast fyrir því að koma á sósíalisma í Tansaníu og taka þátt í byltingarhreyfingunni í Afríku og annarsstaðar í heiminum. Kvað hinn sam- einaði flokkur nauðsyn á sterkri forustu, er sameini verkamenn og bændur til átaka þeirra, er nú bíða þjóðarinnar. JAMAICA OG GUYANA Þessi tvö smáríki í Mið-og Suður-Ameríku hafa tekið upp allmikil viðskipti við sósíal- istísku löndin og efnahagssamband þeirra, Comecon, að því er „Times" í London segir. Veldur því viðskiptakreppa auðvaldsheimsins og ill reynsla af ágangi amerískra auðhringa. Og auk þess hafa viðskiptin við nágrannarík- ið Kúbu beint þeim á þessa braut og góð viðskipti Kúbu við Sovétríkin orðið þeim fyrirmynd. VERNDARAR SUÐUR AFRÍKU Eftir öll morð hvítu fasistanna á hundruð- um skólabarna í Soweto og hin daglegu morð í fangabúðunum, halda auðvaldsríki Vestur-Evrópu og Ameríku áfram að halda verndarhendi sinni yfir hvítri fasistastjórn Suður-Afríku. Bandaríkin ræða við stjórn Vorsters á jafnréttisgrundvelli um margra miljóna dollara aðstoð, — ásamt Bretum, — til verndar „hvítum" hagsmunum í Zimbabve (Rhodesíu). Og til þess að fasistar Vorsters séu vel vopnum búnir til þess að skjóta niður skólabörn, sem heimta að fá að læra á móðurmáli sínu, beita Bandaríkin, Bretland og Frakkland neimnarvaldi í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu meirihlutans um vopnasölubann á Suður- Afríku. Bandaríkin neita, studd af ríkjum Efnahagsbandalagsins, að slíta tengsl sín við 77

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.