Réttur


Réttur - 01.01.1977, Síða 78

Réttur - 01.01.1977, Síða 78
blóðstjórnina í Suður-Afríku. (I „Rétti” 1976, bls. 119—120 var gerð grein fyrir miljónunum, sem auðmenn þessara ríkja eiga þar, og gróðanum, sem þeir fá af þræla- vinnu negranna). Svo hrópa leiðtogar þessara landa hátt um að þeir elski og dái mannréttindi og séu sannkristnir í framkomu sinni. „Leyfir börn- unum til að koma" kvað Kristur hafa sagt í biblíunni, — þessir herrar meina að best sé að senda þau til hans eins og lögregla Suður-Afríku gerði í Soweto, — því enginn „vestrænn" þjóðarleiðtogi mótmælir þegar blóðið flýtur í straumum eftir göturæsum blökkumannaborga í Suður-Afríku. Það má auðsjáanlega drepa andófsfólk, jafnvel skóla- börn bara ef verið er að vernda gróða og yfirdrottnun auðvaldsins. KÍNA Þegar alþýðubyltingin var gerð í Kína 1949 var talið að meðaltekjur á mann væri 27 dollarar. Nú eru meðaltekjurnar áætlað- ar 240 dollarar á mann — og skipting öll miklu jafnari en forðum var, svo þar kemst enginn samanburður að. Allt bendir til þess eftir síðustu breytingar þar, að hin stórhuga áætlun, sem stjórnskör- ungurinn Chou-En-lai lýsti í einni af síðustu ræðum sínum (í janúar 1975), um að gera Kína að einu efnahagslega séð fremsta ríki heims um næstu aldamót, marki nú stefnu hinna nýju leiðtoga eftir að sigrast hefur verið á æfintýramennsku ofstækismannanna fjögra. Kína hefur átt við miklar náttúruhamfarir að stríða undanfarið, en ljóst virðist að þessi mikla þjóð muni ekki hika við að leggja fast að sér, til þess að skapa þær miklu efnahags- legu framfarir, sem eru skilyrði þess að ná hinu mikla marki. BANDARÍKIN Lester C. Thurow, prófessor í liagfræði við tæknistofnunina í Massachusetts, hefur birt eftirtektarverða rannsókn um efnahag í Bandaríkjunum. („Spiegel", 14. febr. 1977): Sá tíundi hluti þjóðarinnar, sem tekjuhæst- ur er fær 26,1% allra tekna. Sá tíundi hluti íbúanna, sem fátækastur er, fær 1,7%. Negrar fá þriðjungi minni tekjur en hvítir, konur 44% minni tekjur en karlmenn. Fimmtungur Bandaríkjamanna á fjóra fimmtu hluta allrar einkaeignar. Og fjórði hver maður á yfirleitt ekki neitt, margir skulda meira en þeir eiga. Mismunurinn á fátækum og ríkum er mun meiri í Bandaríkjunum en öðrum ríkustu iðn- aðarlöndum auðvaldsheimsins: 10% banda- rískra fjölskyldna hefur fimmtán sinnum meiri tekjur en þau 10%, sem minnst hafa. Þessi mismunur er í Svíþjóð fjórfaldur, í Jap- an tífaldur, í Vestur-Þýskalandi ellefu-faldur. Þessi vísindamaður segir framfarir nú hægari í Bandaríkjunum en í ríkjum þeim, sem komið hafa á fullkomnum tryggingum eða allmiklu ríkiseftirliti, svo sem Svíþjóð eða Vestur-Þýskalandi. Hann segir hagvöxt- inn hafa verið hraðastann á fimmta áratugn- um, þegar yfirstjórn ríkisins var á atvinnu- málum vegna stríðsins: 36% aukning þjóð- arframleiðslunnar. „Skorturinn á áætlunar- kerfi af hálfu ríkisins, vönmn á meðákvörð- un verkalýðs í atvinnulífinu og félagslegum umbótum getur vissulega verið orsök þess hve lélega okkur hefur gengið síðustu ára- tugina," segir prófessor Thurow að lokum. „Umbæmr eru ekki aðeins réttlátar, heldur ýta og undir framleiðsluna, ef rétt er á mál- um haldið." 78

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.