Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 4

Réttur - 01.01.1978, Side 4
Svavar Gestsson tók samtalið. að þátttakan haíi orðið mikil. Þá ber að taka tillit til þess geysilega áróðurs sem beitt var gegn verkalýðshreyfingunni, allskonar hótunum gegn launamönnum. Þarna beitti ríkisstjórnin sér alveg sér- staklega, áróðurstæki hennar öll og at- vinnurekendur að sjálfsögðu líka. Miðað við allt þetta held ég að segja megi að þátttakan liafi í rauninni orðið meiri en búast mátti við. Þessi mikla þátttaka sýnir auðvitað hug verkalýðshreyfingarinnar allrar gagnvart því gerræði sem stjórnvöld beittu með ólögunum. Þátttakan sýndi að það er ekki hægt að hræða fólk frá því að leita réttar síns jm að beitt sé hótun- um um refsiaðgerðir og hefndaraðgerðir. Eðvarð: A þeim fjölmörgu fundum sem haldnir voru fyrir aðgerðirnar um allt land kom ekki fram einn einasti maður sem mælti aðgerðum ríkisvaldsins bót. Þar voru allir andvígir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Skipti þar engu Iivar í flokk menn höfðu skipað sér áður. Benedikt: Það var sláandi dæmi um það hve andstaðan var og er víðtæk að þegar tveir íhaldsþingmenn, sem greiddu atkvæði rneð ólögunum á Alþingi, komu á fundi í sínum verkalýðsfélögum studdu þeir uppsögir kjarasamninga - vegna lag- anna sem þeir voru að enda við að sam- þykkja! Þeir báðu verkalýðsfélögin að hrinda af höndum sér þeim lögum sem þeir tóku þátt í því að setja! R.: Verkamannafél. Dagsbrún ákvað að boða vinnustöðvun, en yfirleitt var ákvörðun um þátttöku í verkfallinu tek- in af hverjum einstaklingi fyrir sig. Eðvarð: Við vorum þeirrar skoðunar að félagið ætti að taka þessa ákvörðun sjálft. Við héldum fund í Austurbæjar- bíói 17. febrúar, 500 manna fund. Á þeim fundi kom fram einróma andstaða við kjaraskerðingarlögin. Með þetta að bakhjarli var ákveðið að félagið boðaði verkfallið. Ég tel reyndar að þetta hefðu félögin yfirleitt átt að gera, og ekki að setja félagsmennina í þá erfiðu aðstöðu að standa einir án hins félagslega bak- hjarls - félögin eiga að vera brjóstvörn félagsmannanna. Þátttakan í Dagsbrún varð nærri 100% með örlitlum undantekningum senr litlu máli skipti og oft stöfuðu hreinlega af misskilningi. Það var auðvitað öllum Ijóst að lögin yrðu ekki brotin á bak aftur í fyrsta á- 4

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.