Réttur


Réttur - 01.01.1978, Síða 8

Réttur - 01.01.1978, Síða 8
LÚÐVÍK JÓSEFSSON: VERÐBOLGUÞROUN UNDANFARINNA ÁRA KJARARÝRNUN Stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í efnahags- og at- vinnumálum hefur í grundvallaratriðum verið andstæð stefnu vinstri stjórnarinn- ar. í tíð vinstri stjórnar jókst kaupmáttur launa um 25-30% á tæpum 3 árum. Haf- in var stórfelld atvinnu-uppbygging um allt land og treyst á atvinnurekstur lands- manna sjálfra. Sú mikla atvinna, sem síð- an hefur verið, byggist fyrst og fremst á þeim grundvelli, sem þá var lagður. Hægri stjórnin lækkaði hins vegar kaupmátt launa um 25-30% á 3 árum, og dró verulega úr fjárframlögum til at- vinnuveganna á sama tíma og erlend stóriðja var undirbúin í ríkum mæli. Stefna hægri stjórnarinnar hefur ein- kennst af mikilli verðbólgu sem siglt hef- ur í kjölfar gengislækkana og gengissigs, nýrra og nýrra skatta ríkisins, síhækk- andi vaxta og stóraukins milliliðakostn- aðar. Ríkisstjórnin hefur markvisst notað verðbólguna sem hagstjórnartæki í þeim tilgangi að koma frarn lækkun launa. Hér skulu nú tilgreind nokkur sönn- unargögn um stefnu ríkisstjórnar íhalds og Framsóknar í efnahagsmálum. Allar tölur sem nefndar eru hafa kom- ið fram í opinberum skýrslum: 1. Framfærsluvísitalan I. ágúst 1974 var framf.vísit. 297 stig 1. febr. 1978 - - 936 - Framfærsluvísitalan hefur því hækkað í tíð hægri stjórnarinnar um 215% á 41 mánaða valdatíma hennar. 2. Kaupmáttur launa Samkvæmt skýrslum Kjararannsóknar- nefndar var kaupmáttur tímakaups verkamanna sem hér segir miðað við 100 fyrir árið 1971: 8

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.