Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 14

Réttur - 01.01.1978, Side 14
Sólveig Einarsdóttir: UM SJÁLFSÆVISÖGU ANGELU DAVIS Angela Davis hefur ritað sjálfsæfisögu sína. Á enskunni ber sú bók heitið: An Autobiography — with my mind on freedom. (Sjálfsævisaga — með hugann við frelsið). lltgefandi var Random House Inc. Kom 1. útgáfa í okt. 1974, sú þriðja í júní 1975. Vorið 1975 var þessi sjálfsævisaga gefin út af Book of the Month club — og síðan rak hver út- gáfan aðra. Og nú er undirbúin kvik- mynd um ævisögu hennar: „Hjarta mitt vildi frelsi“. Angela Davis er fædd 28. janúar 1944. Ýtarleg ritgerð um æfi hennar fram að ofsóknum og fangelsun er í „Rétti“ 1971. Á árinu 1970 var Angela Davis efst á lista FBI yfir eftirlýstar persónur. Hún var elt, handtekin og ákærð fyrir morð, Sólveig Einarsdóttir. samsæri og mannrán í sambandi við til- raun sem gerð var til þess að frelsa hóp svartra fanga frá Soledad fangelsinu í Kaliforniu. 16 mánuðum síðar — eftir jafnlöng réttarhöld — var Jiún algjörlega sýknuð af öllum þessum ákærum af hvít- um kviðdómi. Sjálfsævisaga hennar kom út í Banda- ríkjunum 1974, þýdd á dönsku af Jprgen Dragsdahl og gefin rit af Gyldendal 1975. Eftir að Angela Davis hafði verið sýkn- uð, hætti hún að vera gott fréttaefni. En horfin er hún ekki. Hún býr í lágu, gulu timburhúsi í útjaðri svarta gettósins í Oakland í nágrenni San Fransiskó. Rit- launum og öðrum greiðslum fyrir ræðu- liöld og fyrirlestra hefur ekki verið varið til einkaafnota heldur til áframhaldandi baráttu .Angela er ein þeirra sem enn er með í baráttunni. Hún hefði getað fund- ið sér skjólstað meðal vellaunaðra svartra 14

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.