Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 21

Réttur - 01.01.1978, Side 21
Sigurður Ragnarsson: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR í tilefni af útkomu bókarinnar 9. nóvember 1932 Sigurður Ragnarsson. Ein þeirra bóka, sem út komu fyrir síðast- liðin jól, var Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932 eftir þá Ólaf R. Einarsson og Einar Karl Haraldsson, en bókin bafði sem undirtitil: baráttuárið mikla í miðri heimskreppunni. I bókinni taka þeir félagarnir sér fyrir hendur að rekja sem nákvæmast á grundvelli beztu aðgengilegra heimilda átök þau, sem urðu í Reykjavík hinn 9. nóvember 1932 í tengslum við bæjarstjórnarfund, þar sem til umræðu var tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar um verulega kauplækkun í atvinnubótavinnunni. Einnig er fjallað um aðdraganda og eftirmál þessara snörpu átaka, sem hafa ávallt í bug- um manna, bæði þeirra sem lifðu þau og síð- ari kynslóðar, staðið sem einn af hápunktum harðrar stéttaharáltu á fjórða tug aldarinnar. Hætt er þó við, að mörgum nútímalesendum fflundi veitast örðugt að skilja þann hita og hörku, sem einkenndi þessa atburði alla, ef þeir væru ekki tengdir við raunverulegt bak- svið sitt: heimskreppuna miklu og áhrif henn- ar hér á landi. Það var einmitt á árinu 1932- 1933, að auðvaldskreppan fór hvað mestum hamförum um heiminn, og hún reið að sjálf- sögðu ekki hjá garði hér á landi, þótt ýmsir glámskyggnir ráðamenn hérlendir virðist hafa trúað því, að svo gæti orðið. Þegar hér var komið sögu, þurfti ekki um þetta mál að deila lengur því að ástand íslenzkra efnahagsmála yfirleitt og hið stórfellda atvinnuleysi verka- fólks alveg sérstaklega var óhrekjanleg sönn- un þess að ísland var hluti af efnahagskerfi auðvaldsheimsins. Þar var orsaka kreppunnar að leita og það var á þessum grundvelli sem hinn róttæki armur verkalýðshreyfingarinnar undir forystu Kommúnistaflokksins reyndi að fylkja verkafólki til haráttu. 21

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.