Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 23

Réttur - 01.01.1978, Page 23
Höfundar og útgefandi bókarinnar, frá vinstri: Ólafur R. Einarsson, Örlygur Hálfdánarson, Einar Karl Har- aldsson. Það hafa stundum heyrzt umkvörtunarradd- ir á síðustu misserum frá ýmsum forustu- mönnum verkalýðssamtakanna um það, að fjölmiðlar fjalli ekki sem skyldi um málefni samtakanna og leiði hjá sér að gera skil við- fangsefnum þeirra og stefnumiðum. í grund- vallaratriðum eru aðfinnslur þessar réttmæt- ar. Hitt er svo annað mál, að það má kalla meira en litla hjartsýni að búast við einhverri jákvæðri umfjöllun um málefni verkalýðssam- takanna í fjölmiðlum, sem alla tíð hafa verið ýmist beinlínis fj andsamlegir eða þá tómlátir um málstað þeirra og stefnu. Reynslan hefur líka sýnt, að ekki er heldur treystandi á „borg- aralega" ríkisfjölmiðla í þessu efni. Málstað- ur verkalýðshreyfingarinnar og stefnumið munu því aðeins ná að móta almenna þjóð- málaumræðu, að hreyfingin sjálf, og þau stj órnmálaöfl, sem henni tengjast, beiti sér miklu kröftuglegar en verið hefur fyrir því, að umræðan verði háð á forsendum verka- lýðshreyfingarinnar sjálfrar, en ekki á þeim grundvelli og innan þess ramma, sem ráðandi stétt og málpípum hennar þóknast hverju sinni. Það, sem hér hefur verið sagt um hlutdeild verkalýðssamtakanna að opinberri þjóðmála- umræðu, á að breyttu breytanda við um hlut verkalýðssamtakanna í þjóðarsögunni, eins og hún er kynnt uppvaxandi kynslóð í þeim kennslubókum, sem notaðar eru í íslenzkum skólum. Þar er hlutur verkalýðssamtakanna lítill og miklu minni en efni standa til. Ein- stakir kennarar geta vissulega bætt úr þessu að vissu marki, en baráttu verkalýðshreyfing- arinnar, og áhrifum hennar á þjóðfélagsþró- un þessarar aldar, verða þó tæpast gerð þau skil, sem verðugt væri á þeim vettvangi, nema 23

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.