Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 27

Réttur - 01.01.1978, Page 27
að líta, einfaldaði baráttumönnum verkalýðs- hreyfingar og sósíalisma að ýmsu leyti verk- efni sitt. 1 þjóðfélagi atvinnuleysis og örbirgð- ar mátti öllum vera ljós nauðsyn þjóðfélags- byltingar. Hinu má svo aftur ekki gleyma, að fátækt og atvinnuleysi leggst líka á marga eins og þvingandi farg og lamar allt þrek og frum- kvæði. Undir öllum kringumstæðum er þó Ijóst, að í því þjóðfélagi bjargálna og sæmi- legs efnahags, sem við nú búum við, eru rnörgum miður Ijós en áður rökin fyrir því, að nauðsyn beri til róttækrar umsköpunar þjóðfélagsins. Yoldugir hagsmunaaðilar í Þjóðfélaginu, sem ráða yfir öflugum áróðurs- tækjum, halda því að mönnum, að engar stéttaandstæður séu í íslenzku þjóðfélagi, og við séum þar öll á sama báti. Jafnframt er reynt að halda því að fólki, að aukin einka- neyzla sé hið eina sáluhjálplega í þessum heimi. Samtímis hefur það gerzt, að arðrán auðstéttarinnar er betur falið en áður, og gróðavegir brjóstmylkinga hennar krókóttari °g órannsakanlegri en nokkru sinni fyrr. Við slíkar aðstæður þarf engan að undra, þótt sumir týni áttum. Allt hefur þetta lagt sósíal- istum og verkalýðssinnum aukinn vanda á herðar, og á þeim vanda er ekki til nein ein- föld lausn. Eitt af því, sem leggja verður meg- ináherzlu á, er að opna sem flestum innsýn Jnn í gangverk auðvaldsskipulagsins, þannig að þeim hinum sömu megi verða ljóst arð- tans- og afsiðunareðli þess, og að það er 1 grundvallaratriðum fjandsamlegt heilbrigðu mannlífi. Jafnframt verður að draga skýrt fram, að hreyfing okkar stefnir að því að hreyta þessu þjóðfélagi í grundvallaratriðum °g byggja upp nýtt þjóðfélag annarrar gerð- ar, þar sem samhjálp og jafnrétti eiga að sitja 1 fyrirrúmi, og framleiðsla og atvinnustarf- semi verður skipulögð með það í huga fyrst °g fremst að fullnægja raunverulegum þörf- um, en ekki í því skyni að tryggja handhöfum fjármagnsins gróða og aftur gróða. Við verð- um að opna augu sem flestra launamanna fyr- ir því, að í kapítalísku þjóðfélagi er hagur þeirra aldrei tryggur til frambúðar, því að þeir geta, þegar minnst varir, orðið fórnar- lömb og leiksoppar sterkra afla, sem þeir hafa engin tök á. Varanlegt afkomuöryggi launa- manna verður aðeins tryggt í sósíalísku þjóð- félagi, )>ar sem öll atvinnu- og framleiðslu- starfsemi lýtur lýðræðislegri stjórn þeirra vinnandi manna, sem verðmætin skapa. Við hljótum einnig að leggja mikla áherzlu á að auka samneyzluna, því að meiri líkur eru til, að slíkar kjarabætur geti orðið varanlegar. Síðast en ekki sízt verðum við að leggja á- herzlu á að gefa lýðræðishugtakinu víðari merkingu og færa það út á ný svið, því hvað er sósíalismi rétt skilinn og rétt framkvæmdur annað en lýðræði í öllum mannlegum sam- skiptum og á öllum sviðum þjóðfélagsins? Sigurður Ragnarsson 27

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.