Réttur


Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 27

Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 27
að líta, einfaldaði baráttumönnum verkalýðs- hreyfingar og sósíalisma að ýmsu leyti verk- efni sitt. 1 þjóðfélagi atvinnuleysis og örbirgð- ar mátti öllum vera ljós nauðsyn þjóðfélags- byltingar. Hinu má svo aftur ekki gleyma, að fátækt og atvinnuleysi leggst líka á marga eins og þvingandi farg og lamar allt þrek og frum- kvæði. Undir öllum kringumstæðum er þó Ijóst, að í því þjóðfélagi bjargálna og sæmi- legs efnahags, sem við nú búum við, eru rnörgum miður Ijós en áður rökin fyrir því, að nauðsyn beri til róttækrar umsköpunar þjóðfélagsins. Yoldugir hagsmunaaðilar í Þjóðfélaginu, sem ráða yfir öflugum áróðurs- tækjum, halda því að mönnum, að engar stéttaandstæður séu í íslenzku þjóðfélagi, og við séum þar öll á sama báti. Jafnframt er reynt að halda því að fólki, að aukin einka- neyzla sé hið eina sáluhjálplega í þessum heimi. Samtímis hefur það gerzt, að arðrán auðstéttarinnar er betur falið en áður, og gróðavegir brjóstmylkinga hennar krókóttari °g órannsakanlegri en nokkru sinni fyrr. Við slíkar aðstæður þarf engan að undra, þótt sumir týni áttum. Allt hefur þetta lagt sósíal- istum og verkalýðssinnum aukinn vanda á herðar, og á þeim vanda er ekki til nein ein- föld lausn. Eitt af því, sem leggja verður meg- ináherzlu á, er að opna sem flestum innsýn Jnn í gangverk auðvaldsskipulagsins, þannig að þeim hinum sömu megi verða ljóst arð- tans- og afsiðunareðli þess, og að það er 1 grundvallaratriðum fjandsamlegt heilbrigðu mannlífi. Jafnframt verður að draga skýrt fram, að hreyfing okkar stefnir að því að hreyta þessu þjóðfélagi í grundvallaratriðum °g byggja upp nýtt þjóðfélag annarrar gerð- ar, þar sem samhjálp og jafnrétti eiga að sitja 1 fyrirrúmi, og framleiðsla og atvinnustarf- semi verður skipulögð með það í huga fyrst °g fremst að fullnægja raunverulegum þörf- um, en ekki í því skyni að tryggja handhöfum fjármagnsins gróða og aftur gróða. Við verð- um að opna augu sem flestra launamanna fyr- ir því, að í kapítalísku þjóðfélagi er hagur þeirra aldrei tryggur til frambúðar, því að þeir geta, þegar minnst varir, orðið fórnar- lömb og leiksoppar sterkra afla, sem þeir hafa engin tök á. Varanlegt afkomuöryggi launa- manna verður aðeins tryggt í sósíalísku þjóð- félagi, )>ar sem öll atvinnu- og framleiðslu- starfsemi lýtur lýðræðislegri stjórn þeirra vinnandi manna, sem verðmætin skapa. Við hljótum einnig að leggja mikla áherzlu á að auka samneyzluna, því að meiri líkur eru til, að slíkar kjarabætur geti orðið varanlegar. Síðast en ekki sízt verðum við að leggja á- herzlu á að gefa lýðræðishugtakinu víðari merkingu og færa það út á ný svið, því hvað er sósíalismi rétt skilinn og rétt framkvæmdur annað en lýðræði í öllum mannlegum sam- skiptum og á öllum sviðum þjóðfélagsins? Sigurður Ragnarsson 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.