Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 28

Réttur - 01.01.1978, Side 28
HEFUR VERIÐ STOLIÐ ÚR ATVINNULEYSIS- TRYGGINGASJÓÐNUM ? VerSgildi hans var 1967 um 25 millj. dollara en er nú um 19 millj. dollara HvaS hefur gerst með atvinnuleysistryggingasjóð verkamanna, sem safnað hefur verið í í 20 ár og lítið munað um það, sem út úr honum hefur verið borgað? í 12 ár hafði Brynjólfur Bjarnason flutt frumvörp á Alþingi um slíkan sjóð. Aldrei fékkst meirihlutinn til að samþykkja það frumvarp. — Svo kom sex vikna verkfallið sumarið 1955. Verkamenn sigruðu. Þeir gátu fengið 16% kauphækkun, en kusu heldur að fá 12% kauphækkun og að atvinnurekendur greiddu 4% í atvinnuleysistrygginga- sjóð er verkamenn ættu og stofnaður yrði þá þegar með lögum. Borgaraflokkarnir víkja venjulega aðeins fyrir valdinu og nú loks í krafti verkfallsins, komst sá atvinnu- leysissjóður á, sem Sósíalistaflokkurinn hafði barist fyrir í 12 ár. Það var harðvítugt og fórnfrekt verk- fall, sem verkamenn alls landsins höfðu háð, til þess að knýja þessar kauphækk- anir og réttarbætur fram - og sérstaklega hafði þar mætt á Dagsbrún eins og oftar. í sex vikur stóðu Dagsbrúnarmenn og fleiri með þeim í þessu verkfalli og það var farið að sverfa að á mörgum verka- mannaheimilunum, þegar því verkfalli lauk og allir verkfallssjóðir orðnir tómir. Það voru því engar smáræðis fórnir, sem verkamenn höfðu fært til þess að sigra í þessu verkfalli. Afturhaldið hafði í upphafi ætlað sér að „brjóta verklýðs- hreyfinguna á bak aftur í eitt skipti fyrir öll“, með þvi að sýna henni í tvo heim- ana. En það varð afturhaldið, sem ósigur- inn beið fyrir samtakamætti verkalýðsins 28

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.