Réttur


Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 37

Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 37
rifjum Hermanns og Eysteins fyrr en bók Héðins, „Skuldaskil", kom úr 1938.2 En valdamönnum Framsóknar þótti ekki nóg að gert, er Alþýðuflokkurinn hafði nú verið klofinn. Hann skyldi nú og svo niðurlægður að hanu sæi hvað það kostaði, ef hann beygði sig ekki fyrir öll- um afarkostum Framsóknar. (Og sam- tímis vann Jónas að því að undirbúa samstarf við íhaldið, þá ,,þjóðstjórn“, er síðar komst á og Stefán Jóhann gekk í á móti vilja meirihluta flokksstjórnar.) Vinnudeila kom upp í rnars 1938 milli togarasjómanna og útgerðarmanna. Framsókn kom fram með gerðardóms- frumvarp, er leysa skyldi deiluna. Var það j)annig úr garði gert að Alþýðu- flokknum var ómögulegt að sætta sig við það. Meiningin var að knýja jietta frum- varp fram á einum sólarhring, 16,—17. mars 1938. Fundur var haldinn 16. mars að kveldi 1 Sjómannafélagi Reykjavíkur í Iústa- mannaskálanum til að mótmæla frum- varpinu og að fundi loknum fjölmenntu sjómenn mjög upp í Alþingishús. Fyllt- ust ekki bara pallarnir, heldur tóku og rúður að brotna í skilrúminu uppi við mnganginn í deildirnar, því þá var Al- þingi aðeins í efri hæð hússins, en há- skólinn niðri. Var þá Jiað ráð upp tekið að láta útvarpa frá Alþingi öllum ræð- um, til þess að stilla til friðar og tókst það. Haraldur Guðmundsson hafði lýst yf- því að Alþýðuflokkurinn hefði ákveð- að „draga sig út úr ríkisstjórninni“ ef frumvarpið yrði samjDykkt. Voru umræð- Ur allharðar. Var þrem umræðum hespað af í neðri deild þá nótt. Héðinn, ísleifur °g ég fluttum rökstudda dagskrá um að vísa málinu frá, sem var felld. Minnir mig að Haraldur og ég hafi verið aðal- ræðumenn í neðri deild af andstæðing- um frumvarpsins. Drógust umræður nú langt fram á nótt. Man ég að ég fór þá til Haraldar og spurði hann hvort við ætt- um ekki að halda jDessum umræðum á- fram til morguns, svo Framsókn neyddist til að fresta málinu til næsta dags. En Haraldur kvað það ekki myndi hafa á- hrif. Framsókn væri einráðin í j:>ví að knýja þrælalögin fram með íhaldinu og sparka Alj)ýðuflokknum úr ríkisstjórn- inni. Varð umræðum svo lokið um nótt- ina, líklega um Jorjúleytið að morgni 17. mars, og þrælalögin samþykkt með atkv. Framsóknar og íhalds gegn atkv. Komm- únistaflokksins, Héðins og hægri krat- anna. Jón Baldvinsson, sem þá var í senn forseti sameinaðs Alþingis og Alþýðu- flokksins (Alþýðusambandsins), hafði þá legið veikur um hríð og andaðist um morguninn 17. mars, um sexleytið held ég-_ Ég hef stundum hugleitt J^að hvort það hefði nokkru breytt, ef umræðum um gerðardómsfrumvarpið hefði verið haldið áfram fram á morgun. Við and- látsfregn Jóns Baldvinssonar hefði þing- fundi auðvitað verið frestað um einn dag. En ég býst ekki við að það hefði breytt neinu. Framsóknarflokkurinn skeytir hvorki um skömm né heiður og svífst einskis, ef hann aðeins hefur valda- aðstöðu til þess að knýja fram það sem hann vill. Máske hefði annað getað gerst ef úr- slitahríðin og afsöguin hefðu ekki orðið þessa nótt. Ég man að Haraldur lét í ljós við mig vonbrigði einhvern næsta dag- inn yfir því að sjómenn skyldu beygja sig fyrir gerðardóminum og fara út. Ef úr- 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.