Réttur - 01.01.1978, Side 38
slitahríðin hefði dregist, kynni að hafa
komið sú kergja í sjómenn við lát Jóns
Baldvinssonar - þeir mundu honum enn
togaravökulögin frá 1921 — að þeir hefðu
ekki beygt sig fyrir jrrælalögunum, en til
þess hefði þá Jmrft að koma skelegg for-
usta frá Alþýðuflokknum, sem þá sem nú
réð Sjómannafélaginu, og líklega hefði
hann skort kjarkinn til að rísa gegn lög-
um, þó kúgunarlög væru:
En vissulega var þessi sólarhringur
einn af þeim ,,dramatískustu“, sem ég
upplifði í jrrjátíu ára atburðaríkri setu á
Alþingi.
En hægri krataforingjarnir lærðu ekk-
ert af því, sem yfir þá gekk, annað en að
beygja sig í duftið, til að fá að vera með.
Er ár var liðið frá atburðum þessum
samþykktu flestir þeirra 4. apríl 1939
lög, er felldu gengið og bönnuðu kaup-
hækkanir verkalýðs til ársloka 1940. Það
var inngöngumiðinn fyrir Stefán Jóhann
í „þjóðstjórnina" með íhaldi og Fram-
sókn 17. apríl 1939 - verstu afturhalds-
stjórn, sem mynduð hefur verið á ís-
landi. En Stefán Jóhann, sem fallið hafði
út úr Alþingi 1937 sökum sigurs Komm-
únistaflokksins í Reykjavík, komst nú
inn á þing um bakdyrnar sem ráðherra!
#
Þessi ársfjórðungur, janúar-mars 1938,
markaði djúpt spor í verklýðshreyfingu
næstu áratuga sökum ofstækis liægri
krataforingjanna, er þeir eyðilögðu þá
einingu sem á komst í janúar, og klufu
síðan sinn eigin flokk, þannig að upp frá
því hefur Alþýðuflokkurinn ætíð verið
minni flokkur en Sósíalistaflokkurinn,
er sameiningarmenn og K.F.Í. mynduðu
haustið 1938 - og Aljrýðuflokkurinn far-
ið svo minnkandi að 1974 hafði hann
9,1% kjósenda, en Aljiýðubandalagið,
arftaki Sósíalistaflokksins, 18,3%. En
sakir sundrungar verklýðsflokkanna eru
jáeir enn samanlagt aðeins með 27,4%
kjósenda, eins og fyrir 40 árum - aðeins
hærri, ef „Samtökin" eru reiknuð með,
32%. (Hins vegar hafa þeir samanlagt
komist hærra um nokkurt skeið: 1946
alls 37,3%. Hins vegar hafði Framsókn
sama atkvæðahlutfall 1974 og 1937, 24,9.)
íslensk alþýða á enn eftir að læra mik-
ið til jæss að gera einingu sína að því
afli, er hún getur orðið og Jjarf að verða,
svo alþýðan ráði landinu.
Skyldu svipuhögg kaupránsflokkanna
nú kenna íslenskum verklýðs- og starfs-
mannastéttum að standa saman í kosn-
ingum nú - ekki síður en í verkföllum?
SKÝRINGAR:
1 Þetta rit, hér eftir kallað „Skuldaskil", birtist fyrst
sem blaðagieinar í „Nýju landi", blaði þeixrra
sameiningarmanna í Alþýðuflokknum og síðan
sérprentað, titgefið 1938. Er þetta 218 síðna bók.
2 Héðinn birti 2 biéf í cftiimála við „Skuldaskil",
sem sönnuðu hverjir stóðu saman um að hindia
ráðherradóm Jónasar 1934.
38