Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 41

Réttur - 01.01.1978, Page 41
FRÆÐASETUR MARXISMANS í BERLINARBORG Þýska verklýðshreyfingin var fram að 1914 sterkasta verklýðshreyfing heimsins og átti Þá þeim sósíalistíska forustuflokki á að skipa sem litið var til sem eins konar foringja Alþjóðasambandsins: Sósíaldemokrataflokkinn undir stjórn þeirra August Bebels °9 Wilhelms Liebknecht. Eftir að sá flokkur brást og sundraðist í upphafi fyrri heims- styrjaldar hófust hinar alkunnu heimssögulegu sviptingar áranna 1914—1945. Þegar þýski verkalýðurinn tók við völdunum í þeim hluta hins forna Þýskalands, sem nú er Þýska Alþýðulýðveldið (DDR) og skóp sér sinn sósíalistíska sameiningarflokk (SED), tók flokkurinn fljótt að hyggja að hinum mikla sögulega arfi sósíalismans í Þýskalandi — og þótt landið væri í rústum og aðstæður allar ægilegar eftir skelfing- ar 12 ára fasisma og stríðs, var tekið til óspilltra málanna að bjarga og varðveita skjöl, myndir og sögu hreyfingarinnar, ekki síst flokkanna, sem myndast hafa eftir 1g14: Kommúnistaflokks Þýskalands og nú SED, jafnt forustumanna sem fjöldasam- taka þeirra. Strax 1949 var Marx-Engels-Lenin- stofnunin í Berlín mynduð að frum- kvæði flokksins og hafði bæði útgáfu- og rannsóknarstarf með höndum. Síðar tengdist henni hið sögulega skjalasafn, er flokkurinn kom á fót, sem geymir öll þan skjöl varðandi flokkana og hreyfinguna, sem náðst hefur til og alltaf bætast nú við. Var þetta sögulega skjalasafn (His- torisches Arkiv), er fyrst hafði aðsetur í Charlottenstrasse í Berlín, gríðarlega stórt og merkilegt safn. Á árinu 1959 fluttu svo allar þessar stofnanir saman í húsið í Wilhelm-Pieck-strasse í Berlín og 41

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.