Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 49

Réttur - 01.01.1978, Side 49
1963, vakti feikna athygli og hefur löngum síðan verið skoðuð sem tímamótaverk og einn helzli hvati að kvennahreyfingu nútímans. Betty Friedan er stofnandi og fyrsti forseti kvenrettindasamtakanna NOW í Bandaríkjun- um (National Organization of Women) og hefur farið fyrirlestraferðir um Bandaríkin og víða um lönd. Hún stundaði nám í félags- og sálarfræði og var starfandi sem sálfræðingur um nokk- url skeið, en lengst af var hún við blaða- mennsku og ritaði greinar í fjölmörg útbreidd en ólík blöð og tímarit. Hin síðari ár hefur hún staðið framarlega í baráttunni fyrir endurbótum á löggjöf um jafnréttis- og félagsmál. Betty Friedan befur verið gestaprófessor við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum svo sem Temple, Yale og Queens College. Árið 1975 var hún í Bandaríkjunum út- nefnd sem húmanisti ársins og hlaut jafnframt nafnból heiðursdoktors við Smith College, en þar var hún áður nemandi. Betty Friedan er fædd árið 1922 í Peoria Blinois og er af gyðingaættum. Hún er búsett í New York borg. Skipzt á skoSunum Betty Friedan: Sú kvennahreyfing, sem við höfum báðar átt Jaátt í að móta með bókum okkar og hugsanaferli, hefur kom- ið frarn sem ein stærsta og hraðvaxnasta félagsleg hreyfing á áttunda áratugnum. I Ameríku og víðar um lönd hefur Jtessi hreyfing nú ratað í blindgötu og einkenn- ist af einangrun og úrræðaleysi. Simo7ie de Beauvoir: Já, Jtetta kemur heim og sarnan við aðstæður hér í Frakk- landi. Friedan: Síðastl. tvö ár hefur í Ameríku farið mikil orka í innri rökræður um hugmyndafræðileg efni. Rétt fyrir kosn- ingarnar 1972 voru samþykktar laga- breytingar, sem hnigu að umbótum í jafnréttis- og félagsmálum. Þá í sama mund hófu sterk öfl lengst á hægri væng rækilega fjármagnaða herferð í því skyni að kollvarpa staðfestingu og framkvæmd umræddra laga. Var aðgerðum einkum stefnt gegn ákvörðun hæstaréttar um fóstureyðingar. Grunur leikur á, að hér hafi beinlínis flugumenn verið að verki innan kvennahreyfingarinnar til þess að kynda undir klofning og öfgar. Það tók að gæta tiBmeigingar til hug- myndafræði, sem skipar kynferðismálum í fyrirrúm með allan forgang, t. d. sam- kynhneigð gerð að sérdeilis mikilvægu atriði. Þetta með meiru hefur beint kröft- unum frá pólitískum meginatriðum og hindrað pólitískt afl hreyfingarinnar. de Beauvoir: Einmitt það, ekki er ég nú alveg viss um þetta. Teljið Jrér, að hvatn- ingin „burt með barneignir, komi sam- kynhneigð", kunni að vera gerð að yfir- lögðu ráði til þess að leggja hreyfinguna í rúst? Frieda^i: Þetta lamar hana pólitískt séð. Að vissu marki er hér um að ræða ósvik- inn, ekta hugmyndafræðilegan ágrein- ing. Sumum konum innan kvennahreyf- ingarinnar finnst e. t. v. í raun, að þetta sé allt saman stéttahernaður gegn karl- mönnum, að barnsfæðingar, móðerni og kynferði séu erkiljandinn. Þarna kynni ég reyndar að vera ósammála. Aftur á móti Jrykist ég skynja J^að, að ýkt áherzla á málaflokka, sem heyra til kynferðismál- um, og sett eru móti Jteim vandamálum, sem áhræra stöðu kvenna í Jrjóðfélaginu yfirleitt, geti með Jæssari framsetningn verið runnið undan rifjum þeirra, sem 49

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.