Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 52

Réttur - 01.01.1978, Side 52
um það, að tákn geti komið í staðinn fyr- ir raunverulega ávinninga. de Beauvoir: Þetta viðhorf er mjög um- deilt hér í Frakklandi. Vissir hópar kvenna líta einmitt svona á málin, en þær eru æði oft ásakaðar fyrir það að vera ,,karríere-konur“, heyra til liópi út- valdra eða forréttindafólks. Afstaða þeirra mælist betur fyrir, sem neita iór- frömun, vegna þess að þær trúa því ekki, að þar með séu þær að breikka bilið, en álíta öllu fremur, að þær verði afsakandi dæmi, sem benda megi á jafnrétti til sönnunar. Friedan: Eruð þér sammála því, að styr- inn stendur ekki aðeins um jrað að brjót- ast gegnum hið augljósa kynferðismis- rétti, heldur sé það brýnt og bráðnauð- synlegt að breyta leikreglunum, sjálfri gerð vinnunnar eða stéttaraðgreining- unni einkaritari-forstjóri, hjúkrunar- kona-læknir? de Beauvoir: Já aldeilis, það er einmitt vegna þess, að mörgum konum finnst, að þær eigi ekkert að taka þátt í leiknum, koma ekki þar nærri meðan ntiverandi skipan ríkir. Friedan: Hvernig eiga þær að framfleyta sér? de Beauvoir: Þær þurfa öldungis ekki að skipa forystu eða ábyrgðarstiiður, vera yfirmenn. Þær þurfa ekkert að vera há- skólarektorar, þær geta einfaldlega verið kennarar. Friedan: Finnst yður Jretta rétt? de Beauvoir: Eg velti þeirri spurningn fyrir mér. Eg held, að hér sé sannleiks- korn fólgið vegna jress, að sé það vilji okkar að breyta þjóðfélaginu, þá er það ekki með því að taka við svokölluðum virðingar eða ábyrgðarstiiðum, að slíkt gerist. Friedan: Á hinn bóginn mætti segja, að eigi konur að verða til þess færar að breyta Jrjóðfélaginu, Jrá verða Jrær að á- vinna sér sjálfstraust og tiltrú, leikni og þekkingu til þess að geta lifað og hrærzt í þróuðu tækniþjóðfélagi. Hvernig eiga þær að ávinna sér jæssa eiginleika, ef þær brjótast ekki í gegnum Jrær hindranir, sem á vegi þeirra verða og koma fram sem fullgildir, virkir aðilar að Jrjóðfélag- inu? Röksemd yðar kann að vera í góðu gildi til réttlætingar vegna þeirrar stöðu, sem sífellt er hin lægri og til Jress einnig að afneita, hafna menntun vegna Jiess að á liana hefur lallið blettur, hún er flekk- uð af kerfinu. de Beauvoir: Um menntun gegnir öðru máli. Það er vel hugsanlegt að hafa menntun í Jjví skyni að eiga sér tækið, en neita að nota það til þess að vera í hópi „elítunnar", hinna útvöldu í þjóðfélagi, sem við afneitum, viðurkennum ekki. Miirg okkar álíta, og í Jreim hópi er ég, að eigi Jrjóðfélagið að taka breytingum, þá gerist það ekki ofan frá, heldur frá lágstéttunum. Friedan: Við erum rithöfundar og get- um Jjannig náð vissri stöðu í þjóðfélag- inu með Jrví að rita gagnrýni á Jjetta sama þjóðfélag. Staða yðar ljær yður vald- ið og færnina til þess að hafa áhrif á milljónir manna. Myndum við Jjjóna málstað kvenna, ef við létum undir höf- uð leggjast að nota þetta áhrifavald, sem með okkur býr? de Beauvoir: Ég skírskota til þess livern- ig ég var alin upp og til allra aðstæðna á Jjeim tíma. Þá var enginn femínismi, en hugmyndin var sú, að konur ættu að verða jafn réttháar karlmönnum. Nú eru margar konur svo sannfærðir femínist- ar, að þær afneita því að komast í spor 52

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.