Réttur


Réttur - 01.01.1978, Síða 58

Réttur - 01.01.1978, Síða 58
Þessi mynd var sett upp víða í Bandaríkjunum í baráttu gegn mengun: Jafnvel móðurmjólkin var oröin varasöm vegna mengunar. henni innprentuð köllun til þess að verða móðir. Móðureðlið er byggt upp og örvað í lítilli telpu t. d. með því hvernig leikjum hennar er stýrt. Á með- an þetta er ekki brotið á bak aftur kemst hún ekkert úr sporunum. Ég lít svo á, að herferðin í fóstureyðingamálinu liaíi einkum verið ávinningur í þá veru að raska hefðbundinni mynd konunnar sem tæki til endurnýjunar mannkynsins. Friedan: Þér trúið því þá virkilega, að konur ættu ekki að vera mæður? de Beauvoir: Nei, það voru ekki mín orð, en þar sem þér talið um valkosti, þá ætti stúlkum ekki að vera þröngvað til þess frá barnæsku að óska þess endilega að verða mæður. Ég segi heldur ekki, að karlmenn ættu ekki að vera feður, en ég er eindregið þeirrar skoðunar, að hér eigi að vera um val að ræða, en ekki nokkuð, sem leiðir af skilyrðum og inn- rætingu. Friedan: Ég er öldungis sammála yður um það, að hér ætti að liggja val að baki og sömuleiðis, að konur ættu að ráða því sjálfar hvenær þær eignast börn, ef þær á annað borð ákveða það að verða mæð- ur. Við erum að reyna að breyta þjóðfé- laginu í þá átt, að konurnar, sem eru nú einu sinni fólkið, sem elur börnin, geti verið fuflgildir þegnar með virkri aðild að þjóðfélaginu. Það þarf að skapa alger- lega ný viðhorf ti! barnauppeldis, gæzlu þeirra og umönnunar, ekki bara móðir, lieldur móðir-faðir-þjóðfélag sem lieild, stofnanir og stjórnunareiningar innan vébanda þess. Að þeim skilyrðum upp- fylltum, held ég að margar konur myndu með meiri gleði og af ríkari ábyrgðartil- finningu æskja þess að eignast börn. Að mínum dómi er móðernið eitt af því, sem gefur lífinu gildi. Það var mín eigin reynsla og ég held fjölmargra annarra kvenna. Val eða innræting de Beauvoir: Hvers vegna þarf að reyra saman móðerni og heimilisstörf? Með því móti er stuðlað að því, að heimilis- 58

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.