Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 62

Réttur - 01.01.1978, Side 62
„Hlutverk kvenfólksins samkvæmt hugsun nas- ista“. Sósíaldemokratísk teikning frá um 1930 (Vorwárts, Berlín). og hún vill, karlmann eða konn. Meðan jafnrétti ríkir ekki tekur hún stóra á- hættu. Friedan: Ég hef einatt vitnað til nokk- urs, sem ég fyrst las í verkum yðar. Þér sögðuð, að konunni finnist hún einlægt vera niðurlægð í kynlífi vegna þess, að staða hennar þar er hin lægri. Yður fannst, og því er ég sammála, að hún væri einkum að láta í ljós gremju sína yfir því að vera undir í þjóðfélaginu, lægra sett yfirleitt. de Beauvoir: Vissulega er jrað svo, þetta er menningarsöguleg staðreynd. Friedan: Svo það er þá ekki kynferðið, sem heldur konum niðri, heldur þjóðfé- lagið? de Beauvoir: Tvímælalaust, en kynferð- ið verður táknið nm það, sem frarn fer úti í þjóðfélaginu. Friedan: Þegar við breytum þjóðfélag- inu, þá getum við hagað einkalífi okkar að vild. de Beauvoir: Ég er öldungis sammála. Friedan: Svo við víkjum aftur að sviði stjórnmálanna, jrá er [rað skoðun mín, að um leið og konur brjótast út úr eigin að- gerðaleysi og óvirkni, þá verði ekki leng- ur svo auðvelt að ráðskast með jrær, stjórna þeim. Þær verði þá ekki lengur íhaldssamt afl og dragbítur á framfarir. Þetta er það, sem ég tel vera ógnun við rótgrónar valdastofnanir. En, geta konur leyst sjálfar sig úr ánauð, ef þær tengja ekki mál sín pólitískum vandamálum samtímans eða með öðrum orðum, taka ekki þátt í stjórnmálum? de Beauvoir: Fyrir mitt leyti held ég nú, að stjórnmál eins og þau koma fyrir, falli ekki undir mitt áhugasvið. Sjálf kýs ég ekki. Það, sem vekur áhuga minn, er Jrað framlag, sem vissar hreyfingar femínista og róttækra ungmenna geta innt af hendi í Jrví skyni að grafa undan núver- andi stjórnarfari án þess þó að tileinka sér leikreglur þess. Pólitík Jressara hreyf- inga er að taka ekki þátt í pólitík. Þessir aðilar skynja jrað, að stefna femínista er sú að eiga enga hlutdeild í jressum karl- mannabardaga. Að vissu marki aðhyllist 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.