Réttur


Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 65

Réttur - 01.01.1978, Qupperneq 65
En meðan íbúar Norður -og Suður- Víetnams voru þannig kvaldir og drepn- ir árum saman af innrásarher Bandaríkj- anna, græddu auðmenn Bandaríkjanna á tá og fingri á því að selja hernum allt mögulegt: ógrynni alls konar þarfra og óþarfra vara var sent þangað — og kaup- mannalýður Bandaríkjanna stórgræddi á. Og þá fór „stóriðju- og hernaðar-klík- an ekki varhluta af stríðsgróðanum: Hergögnin, eiturgasið og önnur dráps- tæki, sem beitt var — árangurslaust — gegn hinni fátæku, sjálfstæðu þjóð Víet- nam, kostuðu 150 milljarða dollara (ná- lægt 37.950 milljarðar ísl. króna - allur þjóðarauður Islands er rúmlega 1000 milljarðar króna). Greinilega hafa auð- hringir stríðsgróðans grætt vel á þessum „business“. Og það má ekki gleymast að það eru „bandamenn“ og „verndarar" íslands, sem liér voru að verki i þessurn blóðuga en gróðavænlega hildarleik. [Tölur þær, sem hér eru tilgreindar, eru að mestu eftir vestur-þýska tímarit- inu „Spiegel", 6. og 7. hefti 1978]. Níðingsverk þýska hersins í Sovétríkjunum Hin alræmdu grimmdarverk nasista á valdaárum þeirra: fangabúðir, pynting- ar, útrýmingarbúðir eru oft á tíðum skrifaðar fyrst og fremst á reikning leyni- þjónustunnar - Gestapo — og annarra stofnana nasistaflokskins. Svo hefur og verið með grimmdarverk jiau sem f'ram- in voru í stríðinu við Sovétríkin, sem eins og kunnugt er, færðu mestu fórn- irnar í síðari heimsstyrjöldinni. Hins vegar hefur verið reynt að lireinþvo þýska herinn af slíku, hann hafi farið að alþjóðalögum í meðferð stríðsfanga. Nú hefur vestur-þýskur sagnfræðing- ur, Christian Streit, í doktorsritgerð sinni í Heidelberg á 663 síðum, flett rækilega ofan af þessari þjóðsögu og sannað sök þýska hersins og þýsku her- foringjanna á grimmdarverkunum gagn- vart sovésku herföngunum. Bók hans heitir „Die sowjetischen Kriegsgefang- enen als Opfer des nationalsozialistischen Vernichtungskrieges 1941-1945“ („So- vésku herfangarnir sem fórnardýr nas- istíska gereyðingarstríðsins 1941-1945“). Birtir „Der Spiegel“, hið kunna vestur- þýska tímarit, ýtarlegan útdrátt úr riti þessu 13. febrúar 1978. (Nr. 7.) Það yrði alltof langt mál að ætla að fara að rekja hér allar þær sannanir, sem fram eru færðar fyrir þátttöku þýska hersins í Jdví hvernig sovésku herfangarn- ir voru sveltir, pyntaðir og drepnir, þar til loks að fór að draga úr grinnndarverk- um þessum, þegar undanhald þýska hers- ins hófst eftir Stalingradorustuna og minna varð um fangatöku, en verkalýð fór að vanta í hergagnaverksmiðjur Þýskalands og valdhöfunum þótti hag- sýnna að halda lífi í herföngunum til að þræla þeim út sem vinnudýrum í stað J)ess að svelta þá í liel eða skjóta. Eftir ýtarlegar rannsóknir, sem „Der Spiegel“ birtir aðeins í útdrætti á bls. 84 -97 í þessu hefti, kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að af 5.735.000 - tæp- um 6 milljónum - stríðsfanga og annarra sovétborgara, er lentu í hendur Þjóð- verja í stríðinu, hafi 3,3 milljónir - 58 af hundraði látist af sulti og illri meðferð eða verið myrtir. Samsvarandi tölur, þeg- ar um er að ræða enska og ameríska her- fanga, eru 4% - fjórir af hundraði. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.