Réttur


Réttur - 01.01.1978, Síða 70

Réttur - 01.01.1978, Síða 70
INNLEND SgBB ■ VÍÐSJÁ 1 Verkföll og útskipunarbann 1. og 2. mars var efnt til mótmælaverk- falls vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að skerða vísitölubætur á laun. Skerð- ingin þýðir að venjulegur launamaður tapar sem svarar 5-6 vikna launum á ári. Mjög mikil þátttaka var í mótmælaverk- fallinu enda þótt það væri ekki boðað með hefðbundnum hætti og þó að at- vinnurekendur með ríkisstjórnina í broddi fylkingar beittu grófustu og and- styggilegustu hótunum um frádrætti og brottrekstra. Verkfallið var þannig fram- kvæmt að ákvörðunin var hjá hverjum einstaklingi, en tvö félög, Dagsbrún og Hið íslenska prentarafélag, boðuðu þó verkföll í nafni félaganna. Samkvæmt upplýsingum ASÍ voru þátttakendur í verkfallinu 28-30 þúsund, auk þess tóku BSRB-menn þátt í verkfallinu og er talið að þeir hafi verið um 3000 talsins. Verka- lýðsfélögin gáfu síðan út sína taxta sam- kvæmt gildandi samningum og eru þeir í rauninni mjög víða virtir, en atvinnurek- endur gáfu út sína taxta að frádreginni skerðingu vísitölubótanna. í framhaldi af mótmælaverkfallinu 1. og 2. mars hóf verkalýðshreyfingin und- irbúning frekari aðgerða. Begar þetta er skrifað hefur verið boðað útskipunar- bann á nær öllum höfnum í landinu undir forystu Verkamannasambands ís- lands. Er þegar ljóst af viðbrögðum stjórnarvalda og hótunum atvinnurek- enda að útskipunarbannið er mjög á- hrifamikil aðgerð. Hafnarverkfall 17. mars dró til tíðinda við höfnina í Reykjavík. Verkamenn mættu til vinnu um morguninn en höfðust við í kaffi- stofum til klukkan 10. Ástæðan var sú að kjaraskerðingarlögin höfðu í för með sér skerðingu sem nam tveggja stunda laun- um. Þegar næst var borgað út fengu hafn- arverkamennirnir full laun greidd fyrir 40 stunda vinnu. Vandaræðafyrirtæki Eitt það mál sem mest er fjallað um um þessar mundir er fyrirsjáanlegur hallarekstur málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í Hvalfirði. Verksmiðj- an en sameign íslenska ríkisins og norska fyrirtækisins Elkem-Spigerverket. Sam- kvæmt því verði sem fæst fyrir afurðir slíkrar verksmiðju í dag yrði árshallinn 2.5 mill jarðar króna - enda þótt fyrirtæk- ið fái raforkuna undir kostnaðarverði. 70

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.