Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 17
tískt afl til þess að gera þær breytingar á sjálfri grundvallargerð þjóðfélagsins, sem við viljum og teljum nauðsynlegar, en hvert spor, sem stigið er fram á við, og er verkalýðsstéttinni og láglaunahópunum í landinu í hag, hefur gildi í sjálfu sér. Alþýðubandalagið jók til nmna fylgi sitt í síðustu kosningum, og jrað var stór hópur fólks, sem til jæss ætlaðist, að Jaað tæki sæti í ríkisstjórn. Yfirgnæfandi meirihluti flokksmanna var einhuga um, að því kalli bæri að hlýða, en hinsvegar sér hver og einn, að stjómarjrátttaka af því tagi, sem nú er um að ræða, hefur margþætt vandamál í för með sér. Það reynir vissulega á flokkinn, að hann reyn- ist sterkt pólitískt afl og standi af sér þá jmlraun, sem hann hefur nú staðið í síð- ustu mánuðina. Engum dylst, að flokksmenn eru sár- óánægðir með j)að tii að mynda, að geng- tð var til stjórnarsamstarfs með jreim skil- málum, að við utanríkismálunum skyldi ekki hreyft. Við fáum engu til leiðar kom- ið varðandi úrsögn íslands úr Nato og brottvísun herliðsins af íslandi, og er Jjað heizkur biti. Þessi stjómarjrátttaka er flokki okkar lærdómsrík og hvetur til stöðugs og vak- andi endurmats á réttmæti hennar. Þar reynir vissulega á pólitískt skynbragð og stéttvísi fylgismanna okkar. Hinsvegar er það augljóst mál, að enginn stjórnmála- flokkur getur unnið sér tiltrú, sem kýs að standa álengdar með tilheyrandi heil- agleika og veigrar sér við Jrví að axla þá ábyrgð, sem joví er samfara að takast á við hin margvíslegu viðfangsefni. Við verð- um að þora að prófa á veruleikanum það, sem við höfum frarn að færa í sam- ræmi við grundvallarsjónarmið okkar, líka hér Jrar sem okkur er markað svið innan ramma hins borgaralega stjórn- kerfis. Þar verðurn við að berjast, ef við ætlum að vinna að framgangi hugsjóna okkar, við höfum ekki annan vígvöll. Flokki okkar, Alþýðubandalaginu og verkalýðshreyfingunni Jrar sem hann á rætur sínar, er mikill vandi á höndum hvernig takast megi að reisa Jrær kröfur meðal fólksins í landinu, sem í öllum skilningi bendi fram á við, þannig, að fólkið segi sem svo: hingað og ekki lengra, Jretta látum við ekki bjóða okkur, við viljum lifa fyllra og innihaldsríkara lífi, við viljum lífvænleg laun fyrir dag- vinnu, en ekki endalausa vinnuþrælkun, við sækjuin fast rétt okkar til hvíldar og tómstundaiðju, til félags- og mennings- lífs, við vefengjum þá neyzluhyggju, sem einlægt er þröngvað inn á okkur, kerfis- bundið og markvisst, við viljum raska því brenglaða gildismati, sem þjóðfélag okk- ar einkennist í alltof ríkum mæli af, við viljum, að börnin okkar njóti fyllstu um- önnunar og góðra menntunarskilyrða, við viljum jafnrétti kynjanna, við viljum jöfn laun fyrir nytsamleg störf, og við vilj- um, að ísland segi sig úr hernaðarbanda- laginu Nato og vísi erlendu herliði á brott. Mér hefur einatt fundizt nokkuð á Jrað skorta, að verkalýðshreyfingin hafi frurn- kvæði af sinni hálfu til J:>ess að reisa slík- ar kröfur, en verkalýðshreyfingin er það afl, sem öðrum fremur verður að veita stjórn, sem Jreirri, er nú situr, aðliald og vera henni yfirleitt til halds og trausts. 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.