Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 28
Drotnunargjarnar yfirstéttir — árásaraðilar gegn íslandi „Þegar í jandinn varð gamall, fór hann í klaustur," segir fornt máltæki. Auðmannastéttir Vesturveldanna þvaðra nú mikið um lýðræði. — Það lýð- ræði, sem til er hjá þeim hafa verklýðs- stéttirnar komið þar fram með byltingu í Frakklandi, með allslierjarverkfalli í Belgíu, með aldarlangri harðvítugri mannréttindabaráttu í Englandi o.s.frv. Hið sanna innræti sitt sýndu þessar valdastéttir í ]rví að leggja undir sig með báli og brandi mikinn hluta veraldar á undanförnum öldum: arðræna vægðar- laust meirihluta mannkynsins, er þar bjó, brjóta niður menningu þeirra jjjóða og atvinnuhætti, til þess að geta síðan notað íbúana sem hráefnaframleiðendur handa sér og markað fyrir verksmiðjuvörur sín- ar. Enska auðmannastéttin drotnaði sem einvaldur yfir fjórða hluta mannkyns í upphafi aldarinnar. Hryðjuverk Belgíu- konungs í Kongo, framferði franska hers- ins í nýlendum Iians, manndrápsferill hollenska auðvaldsins á Indlandseyjum — munu seint úr minnum líða þeim, er sögu þeirra þekkja eða hinna, er kvalir þeirra þoldu, og afkomenda þeirra. Hámarki sínu náði lýðræðishræsni þessara valdastétta Erakklands og Eng- lands, er þær köstuðu lýðræði og frelsi Spánverja, Austurríkismanna og Tékka, sem bráð í gin þýska úlfsins — Hitlers- hersins — á árunum 1936—38 — til þess að efla hann til árásar á Sovétríkin, — og Morgunblaðið söng þeim fagnaðarsöng fyrir. Eftir að bandarískt auðvald óx upp í j)ví landi í lok 19. aldar, tók Joað að traðka í svaðið hugsjónir brautryðjenda frelsis- ins hjá Jaeirri miklu þjóð. Kúgunarandi j^ess auðvalds og stórveldishroka Jjess óx við stríðsgróða tveggja styrjalda — og hugað var á heimsdrotnun að lokum „vel heppnuðum“ múgmorðum með at- omsprengjum — er þetta auðhringavald hugði sig einoka til yfirdrotnunar mann- kyns. Það var lítill vandi þessu volduga hervaldi að ná tangarhaldi á íslandi með blekkingum, lygum og ofbeldi, eins og 1000 öðrum herstöðvum út um heim. Með úrslitakostum, lygum og hótunum var landið hertekið 1941, svikinn „samn- ingurinn“ um að fara með herinn 1945, krafist amerískra herstöðva á íslandi til 99 ára 1. okt.. þess árs, ísland hlekkt inn i Nat.o 1949 með loforðinu um „aldrei her á friðartímum“, innrás amerísks hers framin 1951 með þverbroti á loforðum og forsendum samnings — og innrásarherinn situr hér enn, — en keyptir j^rælar vinna að Jrví að gera þjóðina að jieim umskipt- ing að hún trúi auðtröllinu, sem ætlar henni að vera skotspónn í stríði sínu, trúi ])ví fyrir að vernda sig sem úlfurinn lambið. Og þrælslyndi auðþrælanna vex svo að jiá tekur að dreyma um að selja Fjallkonuna á leigu fyrir lagiegar fjár- fúlgur, svo jieir megi lifa hátt á vændi, ef verkalýður íslands gerðist óþægur í því að láta arðræna sig að nýlendusið. Það, sem allir j^essir fornu og nýju ný- lendukúgarar meintu með heimsókninni var: 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.