Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 1

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 1
62. árgangur 1979-3. hefti Þetta hefti Réttar var að mestu unnið áður en þingkratar tóku þá afdrifaríku ákvörðun að hætta þátttöku í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Ætlunin var að fjalla að mestu um þá endurskoðun stjórnarsáttmálans er fyrir dyrum stóð og koma fram með jákvæða gagnrýni á störf stjórnarinnar. Beint var spurningum til forystumanna í verkalýðshreyfingunni og Alþýðubandalag- inu um gildi vinstri stjórnarinnar og hvað þyrfti að breytast til að hún stæði undir nafni. En þó stjórnin sé eigi lengur við líði, þá þótti ritstjórn Réttar svörin merkileg heimild um væntingar flokksmanna. Nú styttist óðum í alþingiskosningar og framboð hafa verið birt. Þing- kratar völdu þann kost að setjast í dúkkustjórn upp á náð Sjálfstæðisflokks- ins þegar fyrir kosningar og ýmis teikn eru á lofti um að afturhaldsöflin í íhaldsflokkunum þrem séu með sambræðsluhugmyndir kenndar við ,frjáls- hyggju". Sjálfstæðismenn ýmsir og samtök kaupsýslumanna ásamt svart- asta afturhaldinu í atvinnurekendasamtökunum gæla nú við það að kjósend- ur veiti Sjálfstæðisflokknum það mikið fylgi að hann geti valið milli Fram- sóknar og Krata til mismunandi illverka. Ljóst er, að ný öfl hafa tekið að móta „hugmyndafræðilega stefnu" Sjálfstæðisflokksins. Þar ráða nú ferð- inni menn er sækja hugmyndir sínar um aðgerðir í efnahagsmálum til Fried- mans, ráðunauts Pinochets í Chile. Nú boða þeir afturhvarf til ómengaðrar „frjálshyggju" frá því fyrir daga kreppunnar miklu fyrir 50 árum er kenn- ingar liberalista sigldu í strand. Hér á landi er kominn upp hópur aftur- haldssamra kreppuíhaldsmanna. Nú á neyðin á nýjan leik að setjast i sæti skömmtunarstjórans, þó sú neyð verði af öðrum toga en áður. Boðskapur afturhaldsaflanna er sá að skera skuli niður ríkisútgjöld - ríkisbáknið skal burt - og ganga skal milli bols og höfuðs á þeim velferðar- hugmyndum sem verkalýðsstéttin hefur komið í öndvegið á undangengn- um áratugum. Þegar atvinnurekendur og auðvaldspressan hrópar á meira frelsi (undan ríkisáþján!) er það frelsi auðsins sem átt er við. Þegar postul- ar auðmagnsins sverja við frelsi og lýðræði er hætta á ferðum fyrir íslenska alþýðu. Hvað merkir þetta „frelsistal" bandingja markaðshyggjunnar? Þeir vilja í nafni tjáningafrelsis leggja niður ýmsar menningarstofnanir í eigu ríkisins en láta í þess stað veldi peninganna ráða. Ríkið á ekki að keppa við einkaframtakið og því ber að selja öll eða velflest ríkisfyrirtæki á nafn- 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.