Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 30
Voru þeir að minnast 800 ára afmælis Snorra, — eins og vér myndum ekki að hvaða valds undirlagi hann var myrtur? Vér höfum að vísu átt í erjum við norskt auðvald á þessari öld, — þurft að berjast við kúgun þess í Krossanesi forð- um, — og sáum líka norska fossabraskara klófesta flesta íslenska fossa með „ís- lenskri“ aðstoð, er þjóðin var ekki á verði til að byrja með, en áttaði sig síðan.2 En við kunnum samt illa við að sjá norsk herskip „í andskotaflokkinum miðjum". Það minnir oss óþægilega á, hvern þátt vissir norskir valdamenn áttu — auk Hitlers auðvitað — í því að móta þá þokkalegu „hugsjón“, sem Nato síðar meir varð valdtáknið fyrir: herferðina gegn sósíalismanum og Sovétríkjunum: Það var hermálaráðherra Noregs, er setti 1932 eftirfarandi hugsanir fram í riti sínu „Rusland og vi“: „Norrænt samband milli Skandinavíu og Stóra Bretlands, ásamt Finnlandi og Hollandi, sem þýskaland og e£ til vill bresku hálflendurnar og Bandaríkin síðar gengju í, myndi brjóta odd a£ oflæti hvaða bolsjevisks sambands sem væri“ .......Hin svipaða afstaða Englands og Nor- egs til Evrópu og til byltingarinnar og sam- eiginlegar hættur þeirra og hagsmunir skapa heil- brigðan grundvöll að nánari samvinnu." Og hermálaráðherrann norski, sem reit þessa „biblíu norsku burgeisanna" fór ekki dult með gegn hverjum hinu „norr- æna sambandi" var stefnt: „Festing Evrópu, grundvölluð á samkomulagi milli Frakklands og I’ýskalands, er nauðsynlegt skilyrði fyrir samfylkingu Evrópu gegn Rúss- landi .... Með því að losa Þýskaland úr sam- vinnunni við bolsjevikkana og draga það inn í norrænt bandalag milli Norðurlanda og Eng- lands......myndi þetta mikla norræna sam- band verða nógu sterkt til þess að fella bolsje- vismann án stríðs (?), aðeins með verslunarein- angrun, og síðan gæti það, ásarnt Ameríku og öðrum löndum Evrópu, rétt endurreisn Rúss- lands (!1) hjálparhönd sfna (1?) (Merki innan sviganna vor). Sá hermálaráðherra Noregs, er mótaði þetta hugarfóstur að Nato nútímans, hét Vidkun Quisling. Vér öfundum ekki þá Norðmenn, sem nú vilja framkvæma „hugsjón“ þess manns, íklædda gervi amerísks áróðurs- galdurs. Vér íslendingar, sem viljum frelsi og friðhelgi vors lands munum heldur minn- ast aðvarana eins besta og mesta manns, sem Norgur átti í frelsisstríði sínu, Nor- dahl Griegs, er lét lífið fyrir land sitt, — og aðhyllast hugsjón hans. Og þótt rödd hans og aðvaranir kunni að verða kæfðar æ meir í hægri sveiflu Nato-Noregs, í átt til hins versta afturhalds, — þá munum vér Islendingar gera okkar til þess að lialda hugsjón hans og Viggo Hansteens3 vakandi. Þegar norsk herskip fylkja liði með fornum þýskum nasistahershöfðingjum og jafnvel undir yfirstjórn þeirra í Nato, allt í þágu auðhringavalds heimsins, þá kemur upp í hugann hin gamla aðvörun Griegs í viðbótinni við Viggo Hansteens- kvæðið, er birt var eftir stríð: „Jorden skal ryddes for dpde, bli rede til salg og köb. (Den slpve tanken kan myrde sá godt som et b0sselöp.) Alt som er lavt skal bli kalt for: den menneskelige natur. (Glemt er korsl0se graver, sveket er blodvát mur.) 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.