Réttur


Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 18

Réttur - 01.08.1979, Blaðsíða 18
„Upp koma svik um síðir“ Bandaríkin afhjúpa sjálf þær blekkingar sem Nato byggist á í 30 ár hefur sá ameríski áróður dunið á íslendingum að ísland væri í yfir- vofandi hættu fyrir sovéskri innrás, Bandaríkjaher þyrfti því að „vernda“ okkur, helst með því að fá hér gífurlegar herstöðvar til heillar aldar. Bandaríkjastjórn hefur í krafti þessa áróðurs blekkt trúgjarna borgaralega stjórnmálaleiðtoga, keypt kaldrifjaða íslenska braskara, til þess að svíkja þjóðina inn í hernaðarbandalag þeirra, Ijá þeim hér herstöðvar og njósnastöðvar, vinna að því að gera þjóðina að andlegum umskiptingum og undirlægjum amerísks hervalds og auðvalds. Nú hefur Bandaríkjastjórn sjálf og vísíndamenn hennar svipt lygablæj- unni af öllum þessum blekkingum, svo sem nú skal greina: Nýlega voru gefin út af Bandaríkja- stjórn samkvæmt lögum þau skjöl, er snerta bandaríska stjórnmálastefnu og herstjórnarmarkmið og heitir sú bók á enskunni: „Containment, Documents on American Policy and Strategy 1945- 1950“: — („Containment“ er orðið, sem Bandaríkjastjórn notar um að halda áhrifasvæði Sovétríkjanna innan landa- mæranna 1939). — Þá hafa og komið út tvær bækur eftir bandaríska vísinda- menn og rithöfunda, er varða þessar skýrslur: M. Sherry: „Undirbúningur undir næsta stríð“ (1977) og A. Brown: „Dropshot. Fyrirætlanir Bandaríkjanna um stríð gegn Sovétríkjunum 1957.“ Af opinberum skjölum og bók Sherrys er alveg Ijóst að herstjórnarráð Banda- 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.