Réttur


Réttur - 01.08.1979, Síða 18

Réttur - 01.08.1979, Síða 18
„Upp koma svik um síðir“ Bandaríkin afhjúpa sjálf þær blekkingar sem Nato byggist á í 30 ár hefur sá ameríski áróður dunið á íslendingum að ísland væri í yfir- vofandi hættu fyrir sovéskri innrás, Bandaríkjaher þyrfti því að „vernda“ okkur, helst með því að fá hér gífurlegar herstöðvar til heillar aldar. Bandaríkjastjórn hefur í krafti þessa áróðurs blekkt trúgjarna borgaralega stjórnmálaleiðtoga, keypt kaldrifjaða íslenska braskara, til þess að svíkja þjóðina inn í hernaðarbandalag þeirra, Ijá þeim hér herstöðvar og njósnastöðvar, vinna að því að gera þjóðina að andlegum umskiptingum og undirlægjum amerísks hervalds og auðvalds. Nú hefur Bandaríkjastjórn sjálf og vísíndamenn hennar svipt lygablæj- unni af öllum þessum blekkingum, svo sem nú skal greina: Nýlega voru gefin út af Bandaríkja- stjórn samkvæmt lögum þau skjöl, er snerta bandaríska stjórnmálastefnu og herstjórnarmarkmið og heitir sú bók á enskunni: „Containment, Documents on American Policy and Strategy 1945- 1950“: — („Containment“ er orðið, sem Bandaríkjastjórn notar um að halda áhrifasvæði Sovétríkjanna innan landa- mæranna 1939). — Þá hafa og komið út tvær bækur eftir bandaríska vísinda- menn og rithöfunda, er varða þessar skýrslur: M. Sherry: „Undirbúningur undir næsta stríð“ (1977) og A. Brown: „Dropshot. Fyrirætlanir Bandaríkjanna um stríð gegn Sovétríkjunum 1957.“ Af opinberum skjölum og bók Sherrys er alveg Ijóst að herstjórnarráð Banda- 154

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.