Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 4
Svo aðeins ein einstijk mynd sé dregin
upp af illverkum þessum — og ekki leit-
að aftur til Auswitz eða Hiroshima — þá
skal minnt á að Bandaríkjaher olli dauða.
2 milljóna manna, þar með kvenna og
barna, í árásarstríði sínu á Vietnam og
eyðilagði með 90.000 smáiestum gróður-
eiturs meir en milljón hektara bambus-
skóga og álíka flatarmál frumskóga, 160
þúsund hektara af hrísgrjónaekrum og
200 þúsund hektara gæðatrjáa.
Það er frá auðmannastétt Bandaríkj-
anna og herforingjum hennar, sem hœtt-
an af gereyðandi heimsstyrjöld stafar. Sú
stétt ein hefur grætt of fjár á blóðböðum
þessarar aldar, ofmetnast af atom-
sprengjum sínum, og eykur í sífellu her-
útgjöld og vopnabirgðir. 1979 voru lier-
útgjöld Bandaríkjanna 114 miljarðar
dollara — og nú leggur þingnefndin til
að hækka þau upp í 170 miljarða dollara
þann 1. okt. en þá byrjar fjárlagáárið
fyrir 1980/81.
Skeljalaus gróðaþorsti auðhringanna í
Bandaríkjunum og öðrum Nato-lijndum
rekur þá út í þessa hervæðingu, ekki síst
er viðskiptakreppa er hafin, — því fyrir
drápstækin borgar ríkið og borgar vel og
þar eru engin markaðsvandræði.
Samtímis þessari ægilegn aukningu
ekki síst atomvopnanna ber að hafa í
huga að með birgðum þeirn sem fyrir
eru má drepa hvert mannsbarn á jörð-
inni sex sinnum.
Og nú heima Bandaríkin nýtísku eld-
flauga-atomvopn (Crnise Missiles og
Pershing 2) staðsett í Vestur-Evrópu, svo
hægt sé á 6 mínútum að skjóta þeim á
helstu borgir Sovjetríkjanna og gereyða.
þeim. Samtímis koma í Ijós mistijk í
tijlvum þeim, sem stýra sjálfvirkum út-
sendingum eldflauganna: Það tók í júní
.3 mínútur að leiðrétta þær, — en í nóv-
ember 1979 tók það 6 mínútur: m. ö orð-
um: gereyðingar-atomstyrjöld gœti haj-
isl fyrir mistök i tölvnútbúnaði, — svo
ekki sé talað um hitt að ofstækisfullir
eða brjálaðir flugstjórar gætu hafið slíka
árás, svo ekki sé minnst á höfuðhættuna:
að móðursjúkir forsetar gætu fyrirskip-
að hana.1 Veröldin man enn, er hermála-
ráðherra Bandaríkjanna Forrestal brjál-
aðist og hrópaði „Rússarnir koina" og
henti sér út um glugga og dó.
Pað er í sambandi við þessi sfórauknu
hervæðingaráform að herstjórn Banda-
ríkjanna hugsar sér að útbúin verði Eoft-
brú: Kanada—Ísland—Noregur. Skal þá
flytja mikinn forða þungavopna til Ev-
rópu, þar með auðvitað kjarnorkuvopn.
Auðmenn Bandaríkjanna vilja fórna Ev-
rópubúum sem framvarðarpeðum fyrir
sig í árásarkjarnorkustyrjöld, er þeir
undirbúa. — Máske er stækkun olíu-
geyma á KeflavíkurflugveSli þáffur í
morð-tafli því.
Tilvera mannkynsins hangir í veikum
præði, pegar pessi öfl hafa lif pess í hendi
sér.
Bandaríkin hafa nú þegar í Evrópu
kerfi til að skjóta á loft 800 kjarnavopn-
um og eiga þar um 8000 kjarnahleðslur.
Fjórðungur þeirra dregur til Moskvu.
Það er þessi árásarútbúnaður, sem her-
stjórn Bandaríkjanna vill nú stórauka.
Myndi árás hennar strax valda dauða
20% af íbúum Soyétríkjanna og eyði-
leggja 20% af iðnaði landsins.
Máske er sú árás, sem herstjórn Banda-
ríkjanna nú knýr fram að búa Vestur-
Evrópu undir, „litla kjarnorkustríðið",
sem sú stjórn nú talar rnest um: tilgang-
urinn er að láta íbúa Vestur-Evrópu og
132