Réttur


Réttur - 01.08.1980, Page 5

Réttur - 01.08.1980, Page 5
Austur-Evrópu útmá liver aðra, — en Bandaríkin sleppi, bara græða seni mest eins og síðast. Heimskan ríður ekki við einteyming hjá herkóngum Mammonsríkisins, ef jjeir ætla stjórnmálamenn Vestur-Evrópu svo vitlausa að jaeir muni Ijá þjóðir sín- ar sem fórnarpeð í slíkt brjálæði. — Það má máske telja einstökum íslenskum of- stækismönnum trú um að rétt væri að haga sér svo, en vart mun íslensk j)jóð veita slíkum mönnum vald til að tortíma ís'endingum í þágu Kanans. Hitt verða menn að muna að í Sovét- ríkjunum græðir enginn á vopnafram- leiðslu, þau hafa lagt til að eyðilegg’a i)ll atomvopn, — en Bandaríkin fellt það, — og að Sovétþjóðirnar misstu 20 millj- ónir manna í stríðinu við Hitler, svo liver einasta fjölskylda átti um sárt að binda, — en Bandaríkin misstu hlutfalls- lega færri menn í stríði Jrví er við Islend- ingar mistum þá í hafið. • Hætfan, sem vofir yfir veröldinni, er svo nálæg og ægileg, að hún æffi að knýja hvern hugsandi mann til að gera allt, sem í hans valdi sfendur, til þess að stöðva vitfirrt vígbúnaðarkapphlaupið og knýja fram eyðileggingu og algert framleiðslubann allra atom-vopna. Albert Einstein, sá mikli en trúaði vísindamaður, er vann manna mest — þó oft með óttablöndnum áhuga, — að smíði kjarnorkusprengjunnar, sagði er hún var fullgerð og sprengd og ægileg- ur eyðingamáttur hennar varð Ijós: „ÞETTA ER DJÖFULLINN“. Ameríska yfirstéttin hefur hingað til einbeitt sér að útbreiðslunni á veldi MAMMONS, hins „lítilsigldasta af þeim föllnu englum, er fylgdu Satan forðum“ svo notuð sé samlíking Miltons í „Para- dísarmissi", — enda skírði Matthías Jochumsson strax 1893 ríki hennar „Mammonsríki Ameríku“. — Nú ætlar þessi yfirstétt, brjáluð af hervaldi sínu og auð, að ofurselja jörðina og íbúa hennar djöflinum, svo notuð sé samlík- ing Einsteins, eins mesta, besta og vitr- asta manns þessarar aldar. Er ekki mál að linni? Hætt.an af þeirri ægiþróun, er við blasir, ef „valdaklíka herforingja og stór- iðjuhölda" (svo notuð séu orð Eisen- howers forseta um valdhafa Bandaríkj- anna) fær að fara sínu fram, er því hörmu- legri, sem mannkyninu bjóðast nu sakir tækniþróunarinnar dásamlegustu mögu- leikar, sem það' nokkru sinni hefur haft, til þess að útrýma gersamlega fátækt,sjúk- dómum, fáfræði og þrældómi af þessari jörð. Með afnámi vígbúnaðarins og fullri hagnýtingu örtölvu-tækninnar rrsætti á nokkrum áratugum gera vinnuna að leik einum: annaðhvort „íþróttaæfingu“ 3—4 tíma á dag eða vinnu (t.d. 6—8 tíma) hálft árið og frí á fullu kaupi hitt misser- ið. — Og minnist þess að enn þræla börn 12—14 tíma á dag svo hundruðum þús- unda skiptir, í frumstæðum löndum, — og hundruð milljóna manna svelta. En til þess Jressi tækni „Þriðju iðnbylt- ingarinnar" verði notuð í þessum til- gangi, sem hér er lýst, verða undratœki örtölvunnar að vera sameign fjöldans, sem og þorri stærri framleiðslutækja. Ella fær fjöldinn ekki að njóta þeirra. Ef þessi tæki verða eign örfárra auð- hringa á jörðinni, þá verður mannkynið 133

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.