Réttur


Réttur - 01.08.1980, Page 14

Réttur - 01.08.1980, Page 14
Sém nefnast samrásir, voru í sneið sem ekki var nema 3 til 5 mm á hvorn veg. Þannigvarnú unntað framleiða í nokkr- um þrepum heila rafrás. Reyndar var gert betur því á hverri kísilskífu voru nokkrir tugir slíkra samrása, en skífan var síðan söguð náður. Heil samrás kost- aði svipað og einn einasti smári hafði kostað áður. Samrásirnar, eða dvergrás- irnar eins og þær eru stundum kallaðar, eru grundvöllur hinna stórkostlegu fram- fara í rafeindatækninni síðasta hálfan anna náratug. I fyrstu samrásunum voru 10 til 20 raf- eindabútar (smárar, viðnám og díóður) en með hverju ári sem leið tókst að koma fleiri bútum inn í hverja samrás og ligg- ur nærri að með hverju ári sem liðið hef- ur hafi tekist að tvöfalda Jrann fjölda búta, sem mögulegt hefur verið að troða í liverja samrás. Stærð sneiðanna hefur þó ekki aukist heldur hefur sjálf samrás- in orðið æ smágerðari. Árið 19(34 voru 10-20 bútar í samrásunum, nú eru þeir liðlega 100 þúsund. Verð einnar samrás- ar hefur haldist nærri óbreytt allan þenn- an tíma. Heldur hefur hægt á þróuninni síðustu 2-3 ár hvað fjölda búta í hverri samrás snertir, enda nálgast menn nú hindrun, sem mikið átak kostar að yfirstíga. Sam- rásin er fyrst teiknuð á flöt sem er um einn metri á hvorn veg, en þessi mynd er síðan smækkuð þannig að hún verður nokkrir millimetrar á hvorn veg á kísil- sneiðinni. Þrátt fyrir þessa miklu smækk- un þá þarf að beita stækkunargleri þegar fyrirmyndin er skoðuð, en við gerð henn- ar er tölvustýrður teiknari notaður. Smækkunin fer fram með tækni 1 jós- myndagerðarinnar nema hvað allar kröf- ur til tækjanna eru mun meiri vegna hinnar miklu smækkunar. Leiðslu- mynstrið á kísilsneiðinni er farið að nálg- ast þan mörk sem bylgjueðli ljóssins set- ur. Ekki verður unnt að smækka mynstr- ið verulega frá því sem nú er svo lengi sem ljósi er beitt. Af þessum sökum gæti þróunin stiiðvast á næstu árum, en um árabil mætti þó vinna að því að fullnýta þá tækni, sem þegar hefur verið náð í meg- inatriðum. Til er ]ró leið til að mynda enn smágerðara mynstur á kísilsneiðum, en J^að er með því að beita rafeindageisla í stað Ijósgeisla. Víða um heim er nú unn- ið kappsamlega að því að þróa slíka tækni og er talið sennilegt að þetta muni takast, en stofnikostnaður hinnar nýju tækni er gífurlegur og ekki á færi nema hinna fjársterkustu aðila í ráfeindaiðnað- inum að ráða við hann. Því kann svo að fara að eftir nokkur ár komi á ný skriður á þróun samrásanna þannig að í stað 100 þúsund búta í einni samrás verði milljón bútar. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar opnast þegar svo öflug- ar rásir koma fram. Hvernig sem Joessi þróun verður er hitt víst að næstu 5 til 10 ár verða miklar framfarir í rafeindatækninni, jafnvel þótt ekki komi til nema fullnýting þeirr- ar tækni, sem þegar er þekkt. Örtölvan og fylgirásir hennar í lok síðasta áratugar hafði dvergrásai - tæknin náð svo langt að tæknilega var orðið mögulegt að koma svipuðum fjölda smára í eina rafrás og nauðsynlegur var til að framkvæma allar þær aðgerðir, sem stjórneining hinna stóru tölva annaðist. Það var því næsta eðlilegt skref að fella inn í eina kísilsneið slíka rafrás. Þetta var 142

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.