Réttur


Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 14

Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 14
Sém nefnast samrásir, voru í sneið sem ekki var nema 3 til 5 mm á hvorn veg. Þannigvarnú unntað framleiða í nokkr- um þrepum heila rafrás. Reyndar var gert betur því á hverri kísilskífu voru nokkrir tugir slíkra samrása, en skífan var síðan söguð náður. Heil samrás kost- aði svipað og einn einasti smári hafði kostað áður. Samrásirnar, eða dvergrás- irnar eins og þær eru stundum kallaðar, eru grundvöllur hinna stórkostlegu fram- fara í rafeindatækninni síðasta hálfan anna náratug. I fyrstu samrásunum voru 10 til 20 raf- eindabútar (smárar, viðnám og díóður) en með hverju ári sem leið tókst að koma fleiri bútum inn í hverja samrás og ligg- ur nærri að með hverju ári sem liðið hef- ur hafi tekist að tvöfalda Jrann fjölda búta, sem mögulegt hefur verið að troða í liverja samrás. Stærð sneiðanna hefur þó ekki aukist heldur hefur sjálf samrás- in orðið æ smágerðari. Árið 19(34 voru 10-20 bútar í samrásunum, nú eru þeir liðlega 100 þúsund. Verð einnar samrás- ar hefur haldist nærri óbreytt allan þenn- an tíma. Heldur hefur hægt á þróuninni síðustu 2-3 ár hvað fjölda búta í hverri samrás snertir, enda nálgast menn nú hindrun, sem mikið átak kostar að yfirstíga. Sam- rásin er fyrst teiknuð á flöt sem er um einn metri á hvorn veg, en þessi mynd er síðan smækkuð þannig að hún verður nokkrir millimetrar á hvorn veg á kísil- sneiðinni. Þrátt fyrir þessa miklu smækk- un þá þarf að beita stækkunargleri þegar fyrirmyndin er skoðuð, en við gerð henn- ar er tölvustýrður teiknari notaður. Smækkunin fer fram með tækni 1 jós- myndagerðarinnar nema hvað allar kröf- ur til tækjanna eru mun meiri vegna hinnar miklu smækkunar. Leiðslu- mynstrið á kísilsneiðinni er farið að nálg- ast þan mörk sem bylgjueðli ljóssins set- ur. Ekki verður unnt að smækka mynstr- ið verulega frá því sem nú er svo lengi sem ljósi er beitt. Af þessum sökum gæti þróunin stiiðvast á næstu árum, en um árabil mætti þó vinna að því að fullnýta þá tækni, sem þegar hefur verið náð í meg- inatriðum. Til er ]ró leið til að mynda enn smágerðara mynstur á kísilsneiðum, en J^að er með því að beita rafeindageisla í stað Ijósgeisla. Víða um heim er nú unn- ið kappsamlega að því að þróa slíka tækni og er talið sennilegt að þetta muni takast, en stofnikostnaður hinnar nýju tækni er gífurlegur og ekki á færi nema hinna fjársterkustu aðila í ráfeindaiðnað- inum að ráða við hann. Því kann svo að fara að eftir nokkur ár komi á ný skriður á þróun samrásanna þannig að í stað 100 þúsund búta í einni samrás verði milljón bútar. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar opnast þegar svo öflug- ar rásir koma fram. Hvernig sem Joessi þróun verður er hitt víst að næstu 5 til 10 ár verða miklar framfarir í rafeindatækninni, jafnvel þótt ekki komi til nema fullnýting þeirr- ar tækni, sem þegar er þekkt. Örtölvan og fylgirásir hennar í lok síðasta áratugar hafði dvergrásai - tæknin náð svo langt að tæknilega var orðið mögulegt að koma svipuðum fjölda smára í eina rafrás og nauðsynlegur var til að framkvæma allar þær aðgerðir, sem stjórneining hinna stóru tölva annaðist. Það var því næsta eðlilegt skref að fella inn í eina kísilsneið slíka rafrás. Þetta var 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.