Réttur


Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 18

Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 18
landi og notuð allmikið nú þegar, en notkunin fer ört vaxandi. Eftir 5-10 ár verða það ekki einungis stærri stofnanir, sem munu hafa tæki til að komast í sam- band við slíkar upplýsingatölvur. Ekki er ósennilegt að svipuð tæki verði þá jatn- algeng á venjulegum heimilum og lita- sjónvörp eru nú, en líklegt má telja að verð þeirra verði töluvert lægra en sjón- varpstækjanna. í gegnum kerfið má þá fá upjrlýsingar um sýningar kvikmyndahús- anna, um fasteignir sem eru til sölu, írétt- ir og margt fleira. í Bretlandi er þróun slíkra kerfa komin vel á veg, og í Frakk- landi er hafin mjög áhugaverð tilrauna- starfsemi í þessa átt. Þessi dæmi um notkunarmöguleika ör- tölvukerfanna læt ég nægja hér. Áhrila örtölvanna mun gæta nærri hvarvetna í tæknivæddum þjóðfélögum er fram líða stundir og breytingarnar, sem þær munu valda, verða miklar. Örtölvutæknin í íslensku þjóðlífi Hér að framan hefur verið lýst í stuttu máli möguleikum örtölvanna. Ymsar spurningar vakna eðlilega í framhaldi af lýsingu þessari. Hvernig verður þróunin hér á íslandi, hver verða áhrif örtölvanna í íslensku þjóðlífi? Hvar mun þessara áhrifa einkum gæta? Hve ör verður þró- unin? Mun hin nýja tækni skerða sam- keppnisstöðu íslenskra atvinnufyrir- tækja? Verða örtölvukerfin öll flutt in,ni eða verða þau að nokkru marki hönnuð og smíðuð hér á landi. Ég vil ræða nokk- uð efni jrað sem spurningar sem þessar fjalla um, nefnilega líkleg áhrif örtölv- anna í íslensku jrjóðfélagi næsta áratug. Lítum fyrst á undirstöðuatvinnuveg jjjóðarinnar, fiskveiðar og fiskvinnslu. Nálægt 10% af verði íslenskra fiskiskipa mun liggja í rafeindabúnaði þeirra um þessar mundir. Þrátt fyrir það að raf- eindatækninni sé nú jregar beitt þar í ríkum mæli eiga örtölvukerfin vafalítið eftir að lijálpa til að ná sem mestum og bestum afla með lágmarksfyrirhöfn. Fisk- sjár munu þróast þannig að Jrær verði enn öflugri tæki til að beina veiðarfærun- um að fiskinum en nú er. Með hjálp raf- eindatækninnar má vafalítið létta alla meðhöndlun aflans og örtölvukerfi munu tryggja það að eldsneytið nýtist sem best við veiðarnar og siglingu skip- anna. íslenskir aðilar hafa átt drjúgan þátt í hönnun örtölvustýrðra vélgæslu- tækja fyrir skip og eru jiau framleidd hér á landi. í fyrstihúsunum má bæta töluvert nýt- ingu hráefnisins með því að nota raf- eindavogir með örtölvum, sem senda nið- urstöður vigtana til örtölvumiðstöðvar. Örtölvan verður sívakandi með nýtingu hráefnisins og gefur viðvörun jafnskjótt og eitthvað fer úrskeiðis, t. d. ef hnífur í flökunarvél skekkist. Þessi þróun er þeg- ar komin á góðan rekspöl í íslenskum frystihúsum og athyglisvert er að það eru íslenskir tæknimenn, sem hafa hannað og smíðað verulegan hluta af þessum bún- aði. Að því er best er vitað eru aðrar þjóðir ekki komnar lengra á þessu sviði, nema síður sé, og eru allgóðar horfur á að takast megi að ná jjarna nokkurri for- ustu og ættum við þá að liafa góða mögu- leika til að flytja slík tæki út til annarra landa. Sjávarútvegur er einasta atvinnu- greinin hér á landi jrar sem við höfum framleiðslueiningu, sem er sambærileg að stærð við hliðstæða einingu meðal ým- issa nágrannaþjóða okkar, sem stunda liskveiðar. Við ættum því hvergi að hafa 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.