Réttur - 01.08.1980, Page 22
verið að fara að vinna með dísilvélar í
stað gufuvéla.
Margir álíta að hin örtölvustýrðu tæki
krefjist annars konar upplags hjá J)ví
fólki, sem vinnur með þau, en núverandi
tæki, þau verði mun flóknari og því blasi
ekkert nema atvinnuleysi við því þegar
núverandi tæki verða orðin úrelt og
hverfa. Þessi ótti er ástæðulítill, Jrví hið
gagnstæða er nær lagi, nefnilega að ein-
faldara verði að jafnaði að vinna með hin
nýju tæki.
Hætta einstaklingsins liggur Jrví miklu
frekar hjá honum sjálfum, að hann ríg-
haldi í eldri tækni í ótta við hið nýja.
Meginþorri fólks mun Jmrfa. að læra
ýmislegt nýtt og margir munu þurfa að
skipta um starf og hætta verður á at-
vinnuleysi ef vinnutíminn verður ekki
styttur jafnt og Jrétt í takt við vaxandi
tækni, og er þá hætta á því að atvinnu-
leysið bitni frekar á fólki, sem komið er
yfir miðjan starfsaldur. Því er ekki né>g
að stytta vinnutímann, heldur Jrarf að
gefa fólki góð tækifæri til að afla sér nýrr-
ar starfsþekkingar á fullu kaupi.
Lokaorð
Ég hef reynt að gefa hér nokkra mynd
af örtölvutækninni, rakið aðdraga,nda
hennar og þróun, stöðu hennar og mögu-
leikum um þessar mundir og á næstu ár-
um. Allar horfur eru á að með hjálp
hennar megi á 15-20 árum ná svo mikilli
framleiðniaukningu í íslenskum at-
vinnufyrirtækjum að aðeins þurfi um
helming þeirar vinnu sem nú er nauðsyn-
leg. Svo byltingarkenndum breytingum
gæti fylgt verulegt atvinnuleysi og liörð
átök á vinnumarkaðinum, þannig að
meiri ógæfa fylgdi breytingunum en
gæfa. Hins vegar gæti tæknin fært okkur
40 klukkustunda vinnuviku í reynd á t. d.
næstu 10 árum og kannski 30 stnnda
vinnuviku 10-15 árum síðar.
Vinnusparnaðurinn verður mjög mis-
mikill eftir greinum. Uppeldi barna og
hjúkrun aldraðra mun t. d. krefjast sömu
vinnu, já, við getum kannski sinnt þess-
um þáttum enn betur síðar, þegar ör-
tölvutæknin hefur losað vinnuafl í öðr-
um greinum. í fjölmörgum starfsgrein-
um verður stórkostleg fækkun starfsfólks,
en áhrifa örtölvutækninnar mun gæta
misfljótt í hinum ýmsu greinum. Þessi
þróun mun valda mikilli röskun í verka-
skiptingu í jrjóðfélaginu. Eigi þjóðin að
njóta þeirra kosta, sem hin nýja tækni
býður upp á, verða launþegar, atvinnu-
rekendur og stjómvöld að gera sér ljósa
grein fyrir eðli og möguleikum þessarar
tækniþróunar. Án verulegs flutnings
vinnuafls milli atvinnugreina, samhliða
styttingu vinnutímans getum við ekki
notið ]>eirra kosta, sem hin nýja tækni
býður upp á. Hér sem víðar mun það
sannast, að hver er sinnar gæfu smiður.
150