Réttur


Réttur - 01.08.1980, Side 23

Réttur - 01.08.1980, Side 23
ANDRE GORZ: „GULLOLD FRÍSTUNDANNA?U André Gorz,1 hinn kunni rithöfundur um þjóðfélagsmál, austurrískur að ætterni en nú franskur ríkisborgari, hefur ritað bók, er út kom hjá franska útgáfufélaginu Editi- ons gaiiée nú í ár. Fjallar hún um „Þriðju iðnbyltinguna", gerbreytingu þá er örtölv- an veldur á atvinnu- og þjóðlífi og nefnir hana á frönskunni „Adieaux au proletari- at“ („Öreigalýðurinn kvaddur"). André Gorz lýsir afleiðingum þessarar „þriðju iðnbyltingar“ (gufuaflið gerði þá fyrstu, rafmagnið næstu): Gerbreyting alls þjóðlífsins er að þróast. Hún krefst ný- sköpunar hins pólitíska hugmyndaheims, máske djúptækari og róttækari en flestir vinstrimenn hafa hugsað sér. Gorz iýsir framtíðarhorfum slíks róttæks endurmats í þjóðfélagsmálum. Sá kafli bókar hans, sem sérstaklega fjallar um afleiðingar „þriðju iðnbyltingar- innar“ birtist hér nokkuð styttur í þýðingu Hauks Helgasonar hagfræðings.- Fyrir- sögn kaftans er „Gullöld frítímans". Það er rétt að undirstrika — ekki síst með tilliti til þess að í helstu iðnvæddu auðvaldslöndunum eru nú meir en 17 miljónir manna atvinnulausar að nú er að- eins um tvo kosti að veija: Ef auðvaldið fær áfram að ráða skapar örtöivubyltingin því til handa „gullöld atvinnuleysisins". Ef vinnandi stéttir handa og heila hins- vegar skilja sinn vitjunartíma og taka til sín völdin í þjóðféiaginu, leggja þær með örtölvubyltingunni grundvöll að „gullöld frístunda og frelsis af þrældómi“.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.