Réttur - 01.08.1980, Page 30
í Vestur-Þýskalandi væru yfirfærðir til
Frakklands mundu nauðsynlegar fjár-
festingar þar í landi til orkusparnaðar
kosta um það bil 600 miljarða franka á
20 árum, en sú fjárhæð samsvarar laun-
um 350.000 verkamanna í fullri atvinnu.
Fyrir neytendurna yrði sparnaðurinn um
400 milljarðar franka miðað við núver-
andi verð á olíu. Samfélagið myndi hins-
vegar spara félagsleg útgjöld til atvinnu-
leysingja, sem næmu um það bil 280
milljörðum franka.
Það sem stendur í vegi fyrir hinum
nauðsynlegu breytingum á hagkerfinu
sem við búum við, er að þær snerta sjálf-
ar rætur hins kapitaliska hagkerfis.
Breytingarnar á skiptingu afraksturs
framleiðslunnar ganga í herhögg við
undirstöður og driffjaðrir kapitalism-
ans. Aðalmarkmið framleiðslunnar yrði
notagildið ekki sölugildið. Þess vegna
myndi draga úr hinni gífurlegu mark-
aðsframleiðslu sem á sér stað í dag. Mögu-
leikar á auðsöfnun yrðu ekki lengur fyr-
ir hendi.
Flið nýja samfélag sem óhjákvæmilega
ætti að verða afleiðing af þriðju iðnbylt-
ingunni — frístundasamfélagið — er í
grundvallaratriðum andstætt hagkerfi
kapitalismans. Það er því vinstrisinnuð
fyrirætlan að koma hinu nýja samfélagi
á laggirnar — jafnvel þótt hluti vinstri-
manna sé enn of hefðbundinn í hugsun
til að gera sér grein fyrir því.
SKÝRINGAR:
1) ,,Réttur“ hefur áður (1966) birt kafla úr bók
André Gorz „Stjórnlist verklýðshreyfingarinnar
og nýkapitalisminn" ( þýðingu Loi’ts Guttorms-
sonar og með ýtarlegum inngangi eftir liann.
Þar er og í innganginum skýrt nokkuð frá ;cvi
André Gorz og ritum hans. llókin um stjórn-
listina var þýdd á sænsku undir nafninu „Arbet-
arrörelsen i överflödets sambálle". Á sænsku
hefur og komið út bók hans „Den Svára Social-
ismen", báðar gefnar út af Raben & Sjögren í
Stokkhólmi, 1965 og 1968.
2) Þýðing Réttar styðst við þýðingu í norska tíma-
ritinu „Kontrast" 2.-3. 1980. Önnur íslensk þýð-
ing hefur birtst í tímaritinu „Svart og hvítt" nr.
6, 1980 og gáfu útgefendur þess „Rétti" leyfi til
að haí’a hliðsjón af benni ef vildi. Sú þýðing
byggði á danskri þýðingu í „Vejen til social-
ismen" nr. 13, 1979. —
Þýðing á kafla jressum er erfið og er því hér
farið sjálfstætt og frjálslega með efni kaflans,
svo |)að verði alþýðu manna sem aðgengilegast.
3) Hér er með „auðugum" ekki aðeins átt við efna-
Iega sjálfstæða heldur og andlega auðuga ein-
staklinga.
158