Réttur


Réttur - 01.08.1980, Side 38

Réttur - 01.08.1980, Side 38
Hér sést hvernig hermangara- hofið gnæfir yfir aárar bygg- ingar. önnur hernaðartæki frá Kanada yfir ís- land til Noregs og annarra Natolanda. — Og hún þurfi máske fleira. Er ekki áróðurinm og hótanirnar í þeim anda þegar liafnar? Er ekki Steingrímur Framsóknarfor- maður þegar farinn að tala um að stytt- ast fari í lífi stjórnarinnar, ef verkalýð- urinn verði ekki nógu þægur? — En her- námsmenn og olíufélög skulu hafa sitt á þurru. Allt braskbáknið, hinar heilögu kýr fhalds og Framsóknar, skuli óhreyft látið. Og er ekki Geir og ákafasta aftur- haldsliðið að rifna af ofstæki út í Gunn- ar Thoroddsen, af því hann leyfi sér að mynda stjórn með kommúnistum? Það hefur hingað til ekki þótt löstur í 166 Sjálfstæðisflokknum að feta í fótspor Ól- afs Thors, þau, er hann sjálfur áleit sín giftusamlegustu. En þeir erindrekar Kanans í Sjálfstæðisflokknum, sem í öllu vilja honum hlýða, hvað sem það kann að kosta ísland og alþýðu þess, vinna nú markvist að því að kljúfa flokkinn í þeirri von að geta síðan myndað með mestu bröskurum Framsóknar aftur- haldssömustu ríkisstjórn, sem mynduð hefur verið á íslandi. Takist alþýðu landsins, flokkum henn- ar og stéttasamböndum, ásamt öllum frjálshuga og þjóðlega hugsandi mönn- um úr hvaða flokkum sem er, ekki að hindra þetta fyrirhugaða tilræði her- mangaralýðsins við velferð alþýðu og sjálfstæði íslands, þá er vá fyrir dyrum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.