Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 44

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 44
Hugleiðingar um erfð og rætur uppreisnarbaráttu konunnar Er það tilviljun ein að íslenskar kon- ur og karlmenn skuli verða fyrst allra þjóða til að kjósa konu sem forseta lýð- veldis — eða eru hér „íslenskir eðliskost- ir“, sérstök íslensk erfð að verki? Var það tilviljun að 24. október 1975 varð mestur uppreisnardagur kvenna einmitt á íslandi, — svo aðdáun vakti út um heim? — Þeirri uppreisn var þó ekki fylgt eftir þá með þeirri byltingu, sem hver uppreisn þarf að enda með, ef sig- ursæl á að verða. Var það tilviljun að strax og örbyrgð- arísinn tók að bráðna og útlenda kúgun- in að linast um síðustu aldamót, skyldu slíkar konur sem Bríel Bjarnhéð- insdóttir, Theodóra Thoroddsen, Ólöf á Hlöðum og aðrir slíkir stórkostlegir brautryðjendur ráðast fram á ritvöllinn, inn í þjóðlífið og kosningaréttur kvenna 1915 varð ávöxturinn af baráttu þeirra og fjöldans er undir tók? Nei, hér er ekki um tilviljun að ræða. Hér er að verki erfð frelsisanda, mann- gildismeðvitundar, sem á sér rætur alla leið aftur í upphaf þjóðar vorrar, — erfð, sem er endurnýjuð og efld af byltingar- boðskap þessarar og síðustu aldar: allt frá sósíalisma til ,,sufragetta“.2 Látum Engels og Ibsen votta eitthvað um það — og sækjum síðan dýpra. Þegar Ibsen hristir máttarstoðir brodd- borgaraþjóðfélagsins — einkum í Þýska- landi — með uppreisn Nóru í „Brúðu- heimilinu", þá efaðist einn gagnrýnandi um að svona uppreisn gæti verið raun- veruleg og skrifaði Engels um málið. Og Engels svaraði honum með ágætu bréfi," þar sem hann skilgreindi þjóðfélagsþró- unina í Noregi í andstöðu við þá þýsku — og segir m. a.: „Norski bóndinn var aldrei ánauðugur og það gefur þróuninni allt annan bakgrunn, líkt og í Kastiliu. Hinn norski smáborgari er sonur frjáls bónda og er þess vegna MAÐUR í samanburði við hinn vesældarlega þýska broddborgara. Og að sama skapi er hin norska smáborgarakona hátt yfir hina þýsku broddborgarakonu hafin." Það var heldur aldrei bændaánauð á íslandi. íslenskir menn og konur, þrátt fyrir erlenda kúgun, losnuðu við þá óskapa niðurlægingu, — oss næstum óskiljanlegu — sem aldalöng ánauðin var. — Og svo áttu íslenskar konur og menn, enn dýrmætari erfð en Norð- menn: erfðina frá þeim tíma, er Island var byggt frjálsum mönnum, körlum og konum — eða mönnum, er leituðu frels- is, — þegar Noregur varð konungsvaldi undirorpinn.4 Og þessi erfð varð dýrmæt, því hjá þessu landnámsfólki lifði enn hugmynd- in um jafnt manngildi konu sem karls, þótt karlaveldi væri að sækja á. Auður hin djúpúðga var enn meðal helstu land- námsmanna. Og enn lifði jafnvel meir en minning um hofgyðjur, þótt goðar væru yfirleitt karlmenn, er skipulagt var þjóðveldið. En allmikið jafnræði virðist vera í hjónabandi, þó fjölkvæni ætti sér enn stað. En hið þýðingarmesta er hví- líka mynd af manngildi, frjálsræði og stolti kvenna íslendingasögurnar gefa — og mun nafn Auðar Vésteinsdóttur þar hæst gnæfa og aldrei fyrnast. Það er sem megi í manngildi þessara kvenna fyrstu alda þjóðveldisins rekja rætur aftur til þess tíma, er móðurréttur- innr' var ráðandi, konurnar foringjarnir og guðinn kvenkyns:8 Hin mikla móðir (Magna Mater). (Það er einkennandi að 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.