Réttur


Réttur - 01.08.1980, Page 46

Réttur - 01.08.1980, Page 46
ást og kynlífí mannanna barna, — og beint fyrst og fremst að konnnni, „er syndina feiddi í heiminn" — dugði ekki, þótt kvölum og dauða væri bætt við. Þótt náttúran sé laminn með furk, — kristilega vígðum að frillukonunga boði, — þá brýst hún út um síðir. Alfar þessar aldir ómældra þjáninga logaði undir niðri með alþýðu hatrið á þeim valdhöf- um, sem í senn rændu hana arði vinnu sinnar og meinaði henni eftir mætti eðii- legustu lífsnautn mannanna barna. Upp- reisnin gegn þessu fargi braust út jafnt í kvæðum skáidanna, aragrúa „höfunda- lausra „amorsvísna“, ferskeytlna og kveðlinga sem og í brotum gegn banninu á laun. Og Jregar jafnvel biskupar eins og Jón Vídcdín húðstrýktu yfirstéttina fyrir arðrán fiennar og hræsni, — og hefði hann verið nefndur „hinn smurði Moskvuagent" fyrir slíkt orðbragð af Mogga „nú-til-dags“ — þá ýtti slíkt vissu- fega undir uppreisnarhneigð aljrýðu. Þeg- ar svo byltingar gegn konungs- og kirkju- valdi hófust í sjálfri París, kynntu þær eigi aðeins þjóðernislegan frelsiseld, heldur og undir boðskapinn um frelsi konunnar. Allt frá Skáld-Rósu til Olafar á Hlöðum liggur sá frelsisþráður, oft næstum sundurslitinn, — en með magn- þrúngnum ,,Eið“ Þorsteins Erlingssonar, er uppreisnarbrautin rudd í bókmennt- unum, þótt sá óður ástarinnar væri helst falinn fyrir unglingum í upphafi vorrar aldar. ☆ (En þrátt fyrir allt sem unnist hefur og aðlögun kirkjunnar að nútímanum, þá þætti mér samt ganran að sjá framan í suma kredduklerka, ef kona væri kosin biskup, — þeim virðist sumum nógu illa 174 við að hugsa sér þær sem presta. — Stjórn- málaflokkarnir eru Jiar líka oft sama markinu brenndir.) Forsetakosningar og fjölmiðlar Það var furðulegt framferði spurn- ingamanna þeirra, sem spurðu forséta- efnin í sjónvarpinu, að spyrja þá hvort þeir væru kristnir Og þóttust þeir lík- lega gera það vegna þess hve einkaréttur hins evangelisk-lúterska safnaðar væri fastnegldur í stjómarskránni. — Hefðu þessir menn Jrekkt stjórnarskrána, hefði þeinr verið nær að spyrja, hvort frarn- bjóðendur vildu vernda trúfrelsi á ís- landi, })ví það atriði er fastbundið í stjórnarskrá, eins og ritfrelsið (64. gr.). — En sérréttindi lúterskrar ríkiskirkju má hinsvegar afnema með einföldum lögum og þarf enga stjórnarskrárbreytingu til. — Það var mikið Jreir skyldu ekki spyrja frú Vigdísi Finnbogadóttur hvort hún væri örugglega staðföst í sinni barnatrú að Evu. hefði forðum í Eden komið synd- inni í heiminn með því að tæla Adam til að bíta í eplið sitt Jrar! Svona spurningar minna á þá smekk- leysu og vanþekkingu, er einn ritstjóri Morgunblaðsins sýndi gagnvartfrú Goldu Meyer, þá forsætisráðherra ísraels, er hún kom í heimsókn hingað til lands, að fara að spyrja hana um trú hennar — og varð steini lostinn er hún svaraði því að hún væri auðvitað trúlaus. Eru fréttamenn íslands farnir að til- einka sér trúhræsni, sem íslendingar hafa verið tiltölulega lausir við á þessari öld? Trúmál eru í lýðræðislandi einkamál, svo og trúleysi. íslendingar hafa allir jafnan rétt til forsetaembættis eða ann- ara enrbætta án tillits til þess hvaða skoð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.