Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 47
anir þeir hafa á trúarbrögðum. (64. gr.
stjórnarskrárinnar.) Og ef uppreisnar-
maðurinn frá Nasaret, sem æðstu prest-
ar kirkjunnar létu krossfesta forðum,
ætti að tala við þá, sem hæst láta um trú
sína, er viðbúið hann segði: „Sýn mér
trú þína af verkunum“ —- og væri þá
betra að ekki yrðu ríkir menn á vegi hans
og hann segði þeim að fara og gefa eign-
ir sínar og fylgja sér.
Látum svo útrætt um kristnina, kon-
una og fjölmiðla í sambandi við forseta-
kosningar þessar.
Hver verður framvindan?
Hinn nýi forseti vor vakti á sér athygli
í kosningabaráttunni fyrir hreinskiini sína
og snjöil svör, en mest mun þó, auk jafn-
réttisbaráttunnar, hin einlæga trú henn-
ar á islandi, framtíð þess og frelsi, hafa
skírskotað til manna.
Það mun ekki af veita að sem flestir
Islendingar reyni að standa fast að baki
forseta vorum í þessum málum, svo mjiig
sem þar kann á að reyna á komandi
stormatímum.
Forhert Nato-þý, ofstækisfull eftir ald-
arfjórðungs forheimskvun í áróðursskóla
hernámsvaldsins ameríska og erindreka
þess, munu einskis láta ófreistað til að
ófrægja hinn nýja forseta og undirbúa
hamboð og sigur (iruggs Nato-manns við
næstu forsetakosningar. Og að svo miklu
leyti sem þessum þýjum finnst óhægra
að reka áróður sinn gegn forsetanum op-
inberlega vegna embættis hans, þá munu
þau leggja því meiri rækt við að efla og
útbreiða þá eiturþoku, sem leggur upp
af því illgresi, — sem Gestur Pálsson fyrir
einni öld í allri sinni hæðni kallaði hinn
„heilaga og friðaða aldinreit" — það er
„slúðrinu í bænum."7 Og máske gera of-
stækismennirnir gangskör að því að sjá
um að það slúður, sem þeir kunna ekki
við að birta í blöðum hér heima, komi í
staðinn í erlendum blöðum, eins og þeg-
ar ber á.
„Það er ei hollt að hafa dvöl hefðar
upp á jökultindi," kvað Hannes forðum.
Hættan er þar skorti skjól, nema vel tak-
ist að varðveita sambandið við það áhuga-
sama alþýðufólk, er hrelldi afturhalds-
kurfana og sló ljóma á ísland með því að
að kjósa konu í forsetastól.
Það verður næðingssamt um nýja for-
setann okkar, hvort sem sá næðingur
nær til Bessastaða eða ekki.
Sú harðskeytta valdaklíka, vel tengd
voldugum erlendum auðdrottnum, er
áhuga hala á að klófesta auðlindir ís-
lands, sem telur sig hafa tapað í þessum
forsetakosningum, mun einskis láta óireist-
að til að vinna það tap upp. Jafnt spill-
ingaraðferðin sem lymskulegur ófræg-
ingarundirróður munu hagnýtt, til þess,
ef ekki tekst að véla forsetann á vald
hinna illu afla, þá skidi þó a. m. k. vera
hægt að fella hann næst.
Brögðóttir blaðamenn burgeisanna
munu reyna að hagnýta sér litla reynslu
forsetans í víðsjárverðum heimi stjórn-
málainna: síma annan daginn út um
heim að hættulegur kommúnisti sé orð-
inn forseti á Islandi, — en koma svo
næsta dag sjálfir með sakleysissvip og
spyrja eins og blaðamaður Moggans (2.
júlí), er hann spurði hvort kosning henn-
ar táknaði „vinstri sveiflu“ og frú Vig-
dís svarar í pólitísku sakleysi sínu: „ég er
svo fjarri því að vera kommúnisti sem
frekast getur orðið.“ — Ef blaðamaður-
inn hefði spurt hið leikhúsmenntaða for-
175