Réttur


Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 59

Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 59
þessari hættu verður aðeins afstýrt með markvissum, stórhuga og róttækum pól i- tískum aðgerðum allra verkamanna handa og heila. Örlagastund íslensks verkalýðs: Verður hann herra vélanna og þar með örlaga sinna, — eða tekst að gera hann að þræl eða betlara Verkalýður handa og heila vann sína miklu sigra 1942—56 jöfnum höndum með stjórnmála- og verkfallsvopninu. Svo hefur og verið að mestu síðan í hjaðningavígum liðinna áratuga: báðum vopnum var beitt. En nú verður hér gerbreyting á. Til þess að afstýra því alræði, sem er- lent auðvald og innlendir skósveinar þess ætla sér að koma á, dugar einvörð- ungu harðvítug, víðfeðma samstaða alls verkalýðs, starfsfólks og menntamanna á pólitíska sviðinu. Og að afstýra er ekki nóg. Það er aðeins forsenda þess er verða skal. Þessi samstaða alls launafólks, faglegra °g pólitískra samtaka þess, verður að taka forustuna um framkvæmd örtölvu- hyltingarinnar og alla gerbreytingu ís- lensks atvinnulífs og fullnýtingu ís- lenskra auðlinda, sem af þessari miklu íðnbyltingu heims og öðrum framförum hlýst og skipuleggja um leið þjóðarheild- inni í hag, — það þýðir öllum almenn- •ngi til góðs, — þá stórfenglegu lífskjara- breytingu er þessum framförum fylgja, — ef stjórnað er af viti og réttlæti. Lífskjarabyltingin gamla afnam ör- birgðina, fátæktina sem fylgju alls þorra fólks frá vöggu til graíar. Lífskjarabyltingin nýja afnemur eud- anlega þrældóminn, gerbreytir eðli vinn- unnar úr lífsnauðsyn í ánægjulega at- orku — og þar sem enn væri ekki hægt að framkvæma þessa iðnbyltingu, — segjum á togurum (— það kæmi þar seinna), þá mætti koma á vinnu hálft árið en íríi hinn helminginn með lullu kaupi. Rétt er að hafa það í huga að tækni ör- tölvunnar krel’st ekki þeirrar óhenijU samhrúgunar véla og manna í stórborg- unum, sem hinar vélbyltingarnar ollu. Ortölvuna má nota í smærri einingum, skynsamleg dreifbýlispólitík getur sam- rýmst henni. En hún krefst heildarstjórn- ar á þjóðarbúskapnum, skynsamlegra áætlanagerða um fjárfestingu, svo þessi undratækni komi að fullum notum. Alþýðan — svo við notum það gamla góða orð um þessa samtakabeild — þarf að vinna til samstarfs við sig vísinda- menn hinnar nýju tækni og bestu og reyndustu menn úr stétt gömlu atvinnu- rekendanna, þá, sem af áhuga fyrir þjóð- arheild vilja beita reynslu sinni við sköp- un hins nýja mannfélags. Alþýðan — yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar — getur ráðið ríkinu í krafti kosningaréttar síns og verður að gera það, ef hún ekki vill láta troða sig undir. Hér á íslandi hefur alþýðan einhverj- ar bestu forsendur, sem til eru í ná- grannalöndum okkar, til að framkvæma þessa lífskjarabyltingu, þegar hún ræður ríkinu og stjórnar því rétt. I. Ríkið á öll raforkuverin, allar stærstu verksmiðjur landsins (að álver- inu undanskildu) og alla aðalbankana, en allur einkarekstur er þeim háður. 187
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.