Réttur


Réttur - 01.04.1982, Síða 3

Réttur - 01.04.1982, Síða 3
Adda Bára Sigfúsdóttir: Borgarstj órnarkosningarnar 22. maí 1982 Sjálfstæðismenn endurheimtu meirihluta sinn í Reykjavík í borgarstjórnar- kosningunum 22. maí s.l. Meira en helmingur kjósenda veitti þeim brautargengi og þeir fengu 25879 atkvæði. Alþýðubandalagið varð næststærsti flokkurinn en bilið milli þess stærsta og næststærsta varð æði breitt því að Alþyðubandalagið fékk ekki nema röskan þriðjung af atkvæðamagni Sjálfstæðisflokksins eða 9355 atkvæði. Næst á eftir Alþýðubandalaginu kom svo framboð kvenna með 5387 atkvæði og síðan Framsóknarflokkur með 4692 atkvæði en lestina rak Alþýðu- flokkurinn með 3949 atkvæði. Fulltrúar skiptast þannig á flokka og framboð. Sjálfstæðismenn 12, Alþýðubandalag 4, kvennaframboð 2, Framsóknarflokkur 2 og Alþýðuflokkur 1. Þessi úrslit eru öllum sósialistum að sjálf- sögðu mikið áhyggjuefni. Óskoruð völd Sjálfstæðismanna í borginni bjóða ekki að eins heim stöðnun félagslegra framfara og misbeitingu valds í Reykjavík. íhaldssigurinn í Reykjavík boðar einnig ríkisstjórn af leiftursóknarætt og kröpp kjör fyrir alla alþýðu manna, nema eitthvað óvænt gerist. Alþýðubandalagsmenn hljóta að íhuga stöðu sína vandlega að þessum kosningum loknum. Við hljótum að spyrja hvað olli þess- um úrslitum og hvernig beri að bragðast við þeim? Sé litið á atkvæða tölur Alþýðubanda- lagsins í nokkrum síðustu borgarstjórnar og alþingiskosningum verðum við þess vísari að við erum nú með meira fylgi en við borgar- stjórnarkosningar 1974, en þá voru atkvæð- in 8512. í þingkosningum sama ár fékk flokk- Adila Uára Sigfúsdóttir 67

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.