Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 4
urinn 9874 atkvæði. Síðan kom sóknarárið
mikla 1978 með 13864 í borgarstjórnarkosn-
ingum og 12016 í þingkosningum. Árið eftir
er bylgjan farin að hníga og í þingkosningum
í desember 1979 eru atkvæðin komin niður í
10888.
Borgarmál — Landsmál
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík hafa
alltaf mótast mjög af stöðu landsmála og
alþjóðastjórnmál hafa þar einnig sín áhrif.
Það hefur gengið yfir hægri bylgja t.d. hjá
grönnum okkar í Noregi og á Bretlandi.
Hægri flokkar hafa þar eins og hér komist
langt með því að nota töfraorðið skatt-
lækkun. Það er talað um óhæfilegar álögur
og mikinn rekstrarkostnað. Þegar róttækir
flokkar hafa náð ákveðnum árangri í barátt-
unni fyrir jöfnuði verður ávinningurinn
fljótlega sjálfsagður hlutur sem ekki kemur
þeim flokkum til góða í kosningum svo sjá-
anlegt sé. Ég nefni sem dæmi hina
mikilvægu réttarbót sem felst í
fæðingarorlofi fyrir allar konur, bætta
þjónustu við börn og aldraða á síðustu árum
og sókn í jafnréttisátt fyrir fatlaða, en að
þessum málum hefur Alþýðubandalagið
unnið dyggilega í ríkisstjórn, á Alþingi og í
borgarstjórn. Allt þetta kostar óhjákvæmi-
lega aukna skattheimtu og það gefur hægri
flokki á borð við Sjálfstæðisflokkinn góðan
byr. Sums staðar erlendis hafa hægri flokkar
talað af nokkurri hreinskilni um niðurskurð
félaglegrar þjónustu um leið og þeir hafa
lofað skattalækkunum, en hér komst íhaldið
upp með marklaust sparnaðartal. Það átti
ekki að draga úr þjónustu, þvert á móti var
talað um aukna þjónustu við aldraða og
börn jafnhliða skattalækkun.
Staða ríkisstjórnarinnar á Alþingi og þar
með staða Alþýðubandalagsins var erfið í
allan vetur og vandamálin þar entust fram í
maí. Efnahagsmálin, Helguvíkurmálið,
Blönduvirkjun og stóriðja allt voru þetta
erfið mál sem vöktu efasemdir hjá Alþýðu-
bandalagsfólki um stöðu og stefnu.
Kjaradeilur sem ríki og borg undir forystu
Alþýðubandalagsins áttu beina aðild að réðu
án efa mjög miklu um úrslit kosninganna.
Hjúkrunarfólk stóð í stórorustu við ríki og
borg fram á kjördag og mikill kurr var i röð-
um annarra hópa opinberra starfsmanna.
Á síðastliðnu hausti var samþykkt að
fresta alsherjar uppgjöri kjaramála milli ASÍ
og VSÍ fram undir vorið. Þar með kom
átakspunktur kjarabaráttunnar á versta tima
fyrir Alþýðubandalagið sem var í hugum
fólks ímynd valdhafans sem hefði átt að
bæta kjörin. Fólk var í baráttuskapi gegn
valdhafanum. Menn minntust sjálfkrafa
baráttunnar fyrir fjórum árum þegar
slagorðið var: „Samningana í gildi”, en það
þurfti að minna fólk rækilega á að samning-
arnir voru settir í gildi fyrir tilstuðlan
Alþýðubandalagsins. Óánægja með lága
kauptaxta varð enn bitrari þegar kjararann-
sóknanefnd dró upp skýra mynd af umfangi
yfirborgana á launamarkaðinum. Barátta
sterku hópanna sem ná sínu fram með
hörðum aðgerðum sem ríki og borg verða
undan að láta kyndir að sjálfsögðu einnig
undir óánægju hinna sem ekki geta beitt
sambærilegum aðferðum.
Laun og kaupmáttur tekna ræður mjög
miklu um viðhorf manna til flokka við völd.
Félagslegt öryggi, sjúkrahjálp og lífeyrir,
það eru aðeins hversdagslegar staðreyndir
sem mættu vera betri.
Alþýðubandalagið boðar jöfnuð manna
68