Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 5

Réttur - 01.04.1982, Side 5
GuArún Ágústsdóltir Sigurjón Pétursson en við þessar aðstæður hefur verið erfitt að fóta sig á stefnu og störfum i launamálum sem fellur að þeim boðskap. Fylgjendur Alþýðubandalagsins gera háar kröfur til þess um skýrleika í stefnu, orðum og athöfnum. Þeim kröfum verður flokkurinn að geta mætt og því er mótun trúverðugrar og framkvæmanlegrar launastefnu eitt af þeim stóru verkefnum sem bíður flokksmanna allra. Vinstri meirihlutinn Borgarstjórnarkosningar i Reykjavik snúast fyrst og fremst um almenna pólitik, borgarmálin sjálf koma þar á eftir. Það er almennt viðurkennt að stjórn borgarmála hafi farið þeim meirihluta sem Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur mynduðu allvel úr hendi. Umkvörtunarefni manna voru þó margvísleg en mest bar á því sem snerti buddu hvers manns beint. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði hækkað álögur. Þetta var nauðsynlegt til þess að byggja stofnanir fyrir félagslega þjónustu og til þess að reka þær stofnanir sem byggðar voru. Þó gat meirihlutinn engan veginn gert allt það sem hann hefði viljað gera og kjósendur Alþýðubandalagsins ætluðust til að gert yrði. Það var ekki hægt að byggja jafnmikið af dagvistarheimilum fyrir börn og þurfti hefði að gera og það var ekki unnt að stórbæta þjónustu strætisvagnanna. Leikararnir hjá Leikfélaginu voru gramir vegna þess að meirihlutinn átti ekki nema 3.5 milljónir tiltækar til að verja í leikhúsbygg- ingu á þessu ári og ýmsir höfðu áhyggjur af 69

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.