Réttur


Réttur - 01.04.1982, Page 7

Réttur - 01.04.1982, Page 7
starfa innan flokka til liðs við sig. Sú staðhæfing að flokkar og þar með talið Alþýðubandalagið séu stirðnaðar og blátt áfram leiðinlegar stofnanir er fjarri því að vera alröng og einnig þess vegna átti ný- stárleg og hressileg kvennahreyfing tölu- verða möguleika. Næstu kosningar Borgarstjórnarkosningar eru að baki og innan skamms verður gengið til Alþingis- kosninga. Tímann þurfa Alþýðubandalags- menn að nota vel til þess að unnt reynist að snúa vörn i sókn. Það verður nauðsynlegt að ræða alla meginþætti stjórnmálanna niður i kjölinn og gera betur grein fyrir markmiðum og færum leiðum að þeim en hingað til hefur tekist. Annað er þó engu að síður mikilvægt en það er að okkur takist að gera flokkinn sjálfan að lifandi fjöldahreyfingu sem laðar fólk til starfa i ánægjulegum og áhugaverð- um félagsskap. 71

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.