Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 10

Réttur - 01.04.1982, Side 10
Samtíma kenningar Rétt er að víkja að samtíma kenningum um áhrif heimsvaldastefnu á sambúð ríkja og efnahagslega afkomu þjóða. Brasilíanski hagfræðingurinn Josué de Castro lýsir áhrifum hennar svo: „Orsök hungur í heiminum er fyrst og fremst ómannúðlegt arðrán ríku þjóð- anna á náttúruauðlindum hinna snauðu. Stórbúin og einhæf landbún- aðarframleiðsla eyðileggur efnahagslíf þróunarlanda, en það veitir aftur á móti ríkum þjóðum á allt of auðveldan hátt aðgang að ódýrum hráefnum, sem blómgandi iðnsamfélög ríkra þjóða þarfnast svo mjög.” 2 Tilraunir þjóðfélagsfræðinga til að skýra orsakir hins mikla styrkleika heimsvalda- stefnunnar eftir 1945 hefur beint þeim inn á að kanna yfirburðaaðstöðu Bandaríkjanna og fjölþjóðahringa. Áhrifamestu fræðimenn á því sviði hafa verið útgefendur bandaríska tímaritsins „Monthly Review” þeir Paul A. Baran, Paul M. Sweezy, Leo Huberman og Harry Magdoff. Þeir hafa m.a. bent á, að heimsvaldastefnan hafi brugðist við pólitísku sjálfstæði nýfrjálsu rikjanna með nýjum drottnunaraðferðum. Fjölþjóðahringarnir annast arðránið Leið heimsvaldasinna er breytt verkaskipt- ing á alþjóðavettvangi. Vinnuaflsfrekur og mengunargjarn iðnaður er fluttur tii þróunarlandanna, þ.e. í hinum nýfrjálsu ríkjum, en iðnríkin látin sitja ein að raf- eindaiðnaðinum. Það er síðan í anda hinnar l>ufl vcrður frcmur rcj>la cn unctanlckniiif; að tifa lífimi i fálækrahvcrfum sl«rh<ir(>a um næslu aklainól. 74

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.