Réttur


Réttur - 01.04.1982, Page 11

Réttur - 01.04.1982, Page 11
nýju heimsvaldastefnu eftirstríðsáranna að styðja við bakið á innlendri borgarastétt þró- unarlandanna bæði efnahagslega og hern- aðarlega. Þannig er fjölþjóðahringunum eftirlátið að annast arðránið. Benda þeir ,,/ dag eru raunveruleg efnahags- leg völd í heiminum í höndum u.þ.b. 1000 fjölþjóðafyrirtæki og banka. Talið er, að um 30% allra alþjóðaviðskipta séu svonefnd inn- anhúsviðskipti fjölþjóðafyrirtœkja, þ.e.a.s. viðskipti milli skyldra fyrir- tœkja. Einkum eru yfirráð fjöl- þjóðafyrirtœkja ótvírœð í sumum starfsgreinum, s.s. í orkufrekum iðnaði, og í svonefndum upplýsingaiðnaði, sem m.a. nœr yfir tölvur, auglýsingar, kvikmynd- ir og fjársýslu. Góðar upplýsingar um umsvif fjölþjóðafyrirtækja er að finna í skýrslum Sameinuðu þjóðanna og UNCTAD. ” Ummœli Elíasar Davíðssonar í erindi um ,,Fjölþjóðafyrirtœki — þjóðríki" á fyrrnefndri ráðstefnu um ,,Manninn og stjórnmálin". Umræddar ábendingar Elíasar eru. ,, Transnational Corporations in World Development: Arexami- nation ’ United Nations, Commis- sion on Transnational Corporations, New York, 1978; og Garret Fitz- gerald: ,,Unequal Partners", An UNCTAD/CESI Publication, Unit- ed Nations, N. Y. 1979. m.a. á að Vestur-Evrópuríkin, auk Banda- ríkjanna og Japan séu allsráðandi í efnahagslífi heimsins, en í þeim eiga um 200 fjölþjóðafyrirtæki upptök sín. Samkvæmt rannsókn Sameinuðu þjóð- anna árið 1973 voru af 100 stærstu efnahags- einingum veraldar 51 fjölþjóðafyrirtæki en 49 þjóðríki. Þá var áætlað að um 1980 myndu 2-300 fjölþjóðafyrirtæki verða alls ráðandi í alþjóðaviðskiptum og eiga 75% af eignum fyrirtækja á Vesturlöndum. Þessi leið er stundum nefnd hin nýja heimsvalda- stefna, einstaklega hugvitsöm drottnunar- aðferð. Sýni nýfrjálsu ríkin mótþróa eiga þau yfir höfði sér viðskiptaþvinganir eða sviðsett valdarán. Til að viðhalda þessari drottnunaraðferð er ríkum iðnríkjum nauð- syn að viðhalda sterku hernaðarkerfi og verja óhemju fjármuna til hernaðar. Samskipli höfuðbóls og hjáleigu Upp úr 1960 komu fram enn nýjar kenningar um áhrif heimsvaldastefnunnar í þróunarlöndum. Þar voru á ferðinni banda- rísku hagfræðingarnir André Gunder Frank og Samir Amin. Hér mun ég aðeins víkja að kenningu hins fyrrnefnda, en kenningu Frank mætti á íslensku nefna — „kenningu um samskipti höfuðbóls(metropol) og hjáleigu(satelite).” Þar sitja ríku iðnríkin höfuðbólin, en snauðu þjóðirnar gerast leiguþý á hjáleigum. í kenningunni er að finna skýrar landfræðilegar- og stéttarlegar markalínur. Rissa má upp valdapýramída þar sem bændaalþýðan tekur ríflegt pláss neðst, síðan stórjarðeigendur, fámennis- stjórnir atvinnurekenda, kaupsýslumanna og jarðeigenda taka miðbik pýramídans, en efst trjóna miðstöðvar hins alþjóðlega einokunar- 75

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.