Réttur


Réttur - 01.04.1982, Qupperneq 21

Réttur - 01.04.1982, Qupperneq 21
Lít hendur þínar og herra þíns! Sérðu ekki muninn? Hver hefur lagt þessar götur, steypt þessa veggi? Hver hefur byggt þessar brýr? Hver reist þessa skóla börnum okkar til mennta? Seg mér, hver glímdi við Ægisdætur og hrifsaði úr helgreipum þeirra hafdjúpsins gull? Hver barðist við drepsóttir, eldgos og hallœri um rétt sinn til landnáms og lífs í sveitum landsins okkar? Og hver eru launin? Pú lítur þau hér. Og hvert sem þú hvarflar sjónum horfirðu á ógnirnar sömu í bölvaldsins ríki: Örfáir menn hrifsa arð þinna vinnandi handa, ógna þér, blekkja þig, skammta þér fátœkt og hungur. Þeir láta þig myrða þinn bróður og börn hans í stríði. í brjóst þitt lœða þeir vantrausti á sólina og daginn, á manninn í sjálfum þér, mátt þinna verkfúsu handa. Mannvitið óttast þeir, blekking er sverð þeir/a og skjöldur. Víst stakk hann þér svefnþorn og blindaði augu þín bœði, ef brögð hans þú skynjaðir, gagnrýndir svik hans og l^gi. Víst hefur hann krossfest þig, húðstrýkt þig, brennt þig a báli, ef boðskap sannleikans fluttirðu, glæðandi lífsvon. Víst hlóð hann danskar hallir úr andlits þíns sveita og hönd þína sneið hann ef reyndirðu líf þitt að verja. Víst rekur hann bandarískt erindi á íslenzkum þingstað og óðul þín selur við dollurum hvar sem þeir bjóðast. Slíkur er böðull þinn, hann sem þú valdir til herra, hann sem vill dagsljósið feigt eins og lífsvonir okkar. Hví seldirðu honum í hendur fjöregg þitt: drauminn um hamingju, frelsi og brœðralag mannanna á jörðu? Hann sneri því gegn þér, sem vopni og villti þér sjónir. Hann véfengir heilagan rétt þinn til íslenzkrar moldar. Hann misþyrmir gróðri lands þíns með hermannahælum. Helsprengjuregn verður gjöf hans til barnanna þinna. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.