Réttur


Réttur - 01.04.1982, Page 26

Réttur - 01.04.1982, Page 26
Theódóra Thoroddsen og kom út í 50. útgáfu 1909. — Sú bók end- aði með þessum orðum: „Framtíðin er sósíalismans, það er fyrst og fremst verka- mannsins og konunnar”. Enn er þessi aldar- gamla bók einhver hin besta sem rituð hefur verið um frelsisbaráttu konunnar og hafði strax 1893 verið þýdd á 15 tungumál. Allt frá Klöru Zetkin og Rósu Luxemburg og fram til Alexandru Kollantay hafa þús- undir framúrskarandi kvenna háð hina sósíalístísku kvenfrelsisbaráttu, verið dæmdar og ofsóttar fyrir, en sífellt verið að vinna á, þótt enn sé mikið eftir að öðlast, svo jafnréttið verði meir en orðið tómt, líka i sósíalistísku löndunum. En það er nauðsynlegt að hafa ætíð í huga, er kvenfrelsisbaráttan er háð, — að takmark hennar er ekki að kona sem frú Thacher geti orðið forsætisráðherra og kúg- að fátækar breskar konur og svift þær ýms- um félagsréttindum, heldur hitt að allar kon- ur verði frjálsar, lausar undan skelfingum örbyrgðar og hverskonar ánauðar. ❖ * * Það var rnikil gæfa hér heima að slíkar konur sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Theodóra Thoroddsen, báðar sósíalistar, skyldu vera höfuðfrumkvöðlar kvenfrelsis- baráttunnar og skynjað báðar hliðar hennar. Og það er engin tilviljun að samtimis baráttu þeirra, skuli einmitt slíkar konur sem Jónína Jónatansdóttir og Jóhanna Egilsdóttir — o.fl. hefja skipulagningu kvenna i verka- kvennafélög til að berjast gegn arðráni því, þrældómi og undirokun, sem burgeisar at- vinnurekendastéttarinnar beita konur. En það er táknrænt fyrir slægð yfirstéttar- innar að þegar hún hafði orðið að láta í minni pokann, hvað kosningarétt kvenna snerti, — sem afturhalds karlar ömuðust við en ýmsir ágætir karlmenn börðust fyrir við hlið kvenna, — þá setti afturhaldið tvær konur inn á Alþingi, sem ekki voru eftirbátar afturhaldskarlanna i því að kúga alþýðu, konur sem karla, — og m.a. neita þeim kon- um um mannréttindi, er urðu að þiggja af sveit fátæktar vegna og jafnvel sjá börn sín rifin af sér og ofurseld þeim, er lægst buðu í að hafa þau. Enn á jafnréttisbarátta konunnar langt í land að sigra, m.a. í kjarabaráttunni — og svo er og á fleiri sviðum. En þá baráttu verð- ur að heyja af fullum krafti gegn afturhalds- öflunum í þjóðfélaginu. Kvenfrelsisbaráttan hefur beinst gegn þeim öflum frá upphafi og verður aðeins leidd til sigurs með því að brjóta þau á bak aftur, þótt hinu skuli síst 90

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.