Réttur


Réttur - 01.04.1982, Síða 36

Réttur - 01.04.1982, Síða 36
Bjarna var minnst af samherjum og vinum í Þjóðviljanum 29. maí og sama dag í blaðinu Austurlandi, en því blaði hafði Bjarni ritstýrt í nærri 30 ár. Réttur vill minnast Bjarna Þórðarsonar sem eins af bestu baráttumönnum íslenskra sósialista. Bjarni var ekki aðeins forystumaður í sinni heimabyggð; hann var foringi, sem sósialistar um allt land virtu og dáðu. Hér verða tilfærð nokkur ummæli samherja Bjarna, sem fram komu í minningargreinum um hann: Jóhannes Stefánsson samstarfsmaður Bjarna allan hans starfstíma í Nesk- aupstað segir m.a: Náið samstarf um hálfrar aldar skeið kallar fram ótal minningar um félaga og vin. Hugsjónir sósíalismans, þrotlaus vinna og hörð barátta skiluðu samtíðinni árangursríku ævistarfi Bjarna Þórðarsonar. Bjarni Steindór Þórðarson var fæddur 24. apríl 1914 að Kálfafelli í Suðursveit A-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru: Þórður Bergsveinsson, útvegsbóndi að Krossi á Berufjarðarströnd og Jóhanna Matthildur Bjarnadóttir. Þórður var sonur Bergsveins Skúlasonar, sem bjó að Urðarteigi en lést að Krossi 97 ára gamall. Skúlaættin er rakin til Skúla Sigfússonar, sem bjó í Sandvík í Norðfjarðarhreppi og var fæddur 1723. Kona Bergsveins var Sigríður Þórðardóttir frá Flugustöðum í Álftafirði S.-Múlasýslu. Faðir Matthildar var Bjarni Runólfsson frá Heiði í Kirkjubæjarhreppi V.-Skaftafellssýslu. Móðir hennar var Steinunn Jónsdóttir frá Hátúnum í Kirkjubæjarhreppi. Móðurætt Bjarna er því úr Skaftafellssýslu. Skúlaættin var stór og margir af þeirri ætt hér í Norðfirði. Bjarni hélt mikið upp á Bergsvein afa sinn, sem var nokkuð sérlundaður en merkismaður. Átti Bjarni fjölda skyldmenna hér, en hann var ættfróður og gerði talsvert af því að rekja ættir manna. Foreldar Bjarna fluttu að Krossi á Berufjarðar- strönd, þegar hann var kornabarn og stundaði faðir hans þar sjóinn ásamt landbúskap. 19. september 1925 fórst Þórður ásamt 4 mönnum öðrum skammt frá landi á Krossi. Voru þeir að koma frá skeljatöku. Ekkert var hægt að gera þeim til bjargar, en heimilisfólkið að Krossi varð vitni að þessum sorglega atburði. Matthildur var orðin ekkja með 4 börn og bar það fimmta undir belti. Bjarni var elstur, 11 ára, og hafði þá misst föður sinn sem var aðeins 34 ára gamall. Matthildur var einstök dugnaðarkona og einsetti sér að halda heimilinu saman þrátt fyrir mikla fátækt. Var þá siður að tvístra heimilum og var lagt að henni að koma börnunum í fóstur. Loksins eftir 5 ára búskap hennar á Krossi gafst hún þar upp og flutti 1930 til Neskaupstaðar. Voru allar eignir búsins seldar á uppboði og engu þyrmt, jafnvel íslendingasögurnar fóru undir hamarinn. Sigurður bróðir Matthildar var búsettur á Norðfirði og var Bjarni hjá honum og Guðlaugu konu hans veturinn 1929 til 1930, þar sem hann settist í unglingaskólann hér. Einnig var hann næsta vetur í skólanum og var það öll hans skólaganga. Það varð hlutskipti Bjarna, sem var elstur þeirra systkina, að vera aðalfyrirvinna heimilisins en öll fóru þau systkin snemma að vinna og heimilinu var haldið gangandi. Lúðvík Jósepsson segir í minningargrein sinni um Bjarna: Það er vissulega sjónarsviptir, þegar persónur af gerð Bjarna Þórðarsonar hverfa af sviðinu, en 100

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.