Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 37

Réttur - 01.04.1982, Side 37
sérstaklega mun sú breyting verða mikil og tilfinn- anleg í hans heimabæ Neskaupstað þar sem hann var dáður af félögum sínum og virtur og mikilsmet- inn af öllum bæjarbúum. Við Bjarni Þórðarson vorum samstarfsmenn og samherjar og nánir vinir nær alla mína starfsævi. Við Bjarni kynntumst fyrst þegar við vorum um 14 ára gamlir. Þá fluttist Bjarni með móður sinni sem var ekkja, og 4 systkinum til Neskaupstaðar. Ekkjan var bláfátæk en Bjarni var elstur hennar barna. Það varð því hlutskipti Bjarna Þórðarsonar, þegar hann kom til Neskaupstaðar, rétt í byrjun heimskreppunnar miklu að gerast fljótlega aðal- vinnuaðstoð móður sinnar og hjálparhella hennar fátæka heimilis. Móðir Bjarna, Matthildur Bjarnadóttir, var skörungskona, sem ekki lét sér nægja að berjast til sigurs fyrir sínum barnahópi, heldur tók hún barn til uppeldis af fátækri nágrannakonu. Bjarni Þórðar- son kynntist því snemma að líf alþýðufólks var enginn leikur. Ekkja með 5 börn naut þá engra félagslegra styrkja og þá var knappt um vinnu og varla um annað að ræða en komast til sjós. Bjarni var sjómaður í allmörg ár. Og svo tók verkalýðsbaráttan við. í verkalýðsmálum vann Bjarni mikið starf og var í mörg ár einn aðal-forustumaður verkafólks í Neskaupstað. Það var einmitt í þeirri baráttu sem leiðir okkar Bjarna og Jóhannesar Stefánssonar lágu saman og segja má að á þeim vettvangi hafi orðið til það fóstbræðralag okkar, sem síðan hefir staðið. Bjarni Þórðarson átti þess ekki kost að stunda langt skólanám, aðeins nám í unglingaskóla. En Bjarni varð þó gagnmenntaður maður — menntun hans var öll sjálfsmenntun, menntun af lestri bóka, skarpri athyglisgáfu og reynslu úr skóla lífsins. Bjarni var mikill bókamaður, átti mikið bókasafn, ættfróður og flestum mönnum fróðari um menn og málefni á Austurlandi, ekki aðeins um samtímann, heldur einnig um löngu liðna tíð. Bjarni Þórðarson var skapgreindur, mikill málaf- ylgjumaður, jafnt í ræðu og riti. Ég veit að þeir sem sáu hann og heyrðu á mannþingum, í kappræðum á fundum, eða flytja samið mál, þeir gleymdu ekki Bjarna Þórðarsyni. Bjarni var afburða dugnaðarmaður. Störf hans í þágu sósíalista á Austurlandi og reyndar í landinu öllu, verða seint metin til fulls. Bjarni varbæjarstjóri í Neskaupstað í full 23 ár, og áhrifamesti maður í bæjarstjórn Neskaupstaðar um 40 ár. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Sambands austfirskra sveitarfélaga. Bjarni var mikill sveitarstjórnarmaður, enda gjörkunnugur þeim málum. Hann var mikils metinn 101

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.