Réttur - 01.04.1982, Page 39
minnst er hins fyrsta þeirra sem hverfur af sjónar-
sviðinu, hljóta nöfn hinna tveggja að vera í bak-
grunni.
Ég var engum þeirra málkunnugur er ég kom til
Neskaupstaðar fyrir nítján árum. Pað breyttist
fljótt, einkum urðu kynni mín af Bjarna allnáin.
Leiðin lá til bæjarstjórans, sem þá hafði aðsetur í
núverandi Sjómannastofu, fyrst til að tilkynna
aðsetursskipti og brátt leiddi orð af orði. Fyrr en
varði var Bjarni búinn að biðja mig um grein í
„Austurland", hina fyrstu sem vera átti eins konar
umsögn um Skáldatíma Halldórs Laxness, sem kom
út haustið 1963. Síðan átti ég um árabil sæti í
ritnefnd „Austurlands“, sem ritsjórinn kvaddi sam-
an vikulega. Það var skemmtileg reynsla. Áhugi
Bjarna á öllu sem að blaðinu laut var fágætur, enda
helgaði hann því frístundir sínar að miklu leyti,
skrifaði það sem þurfti til að fylla síður þess og sem
aðrir lögðu ekki til og fylgdi síðan blaðinu eftir
gegnum prentsmiðju allt til dreifingar.
Bjarni Þórðarson var einstæður persónuleiki,
mikilúðlegur, ósérhlífinn og hreinskiptinn. Oft
minnti hann mig á kappa úr fornsögum, eins og ég
sá þá fyrir mér við lestur í æsku, aðeins var sverðið
hér stílvopn eða brandur orðsins. Bjarni var þrótt-
mikill ræðumaður, og enginn komst hjá að leggja
við hlustir á meðan hann talaði. Hann hafði þá gáfu
áróðursmannsins að geta dregið upp einfaldar línur,
yddað meginatriði, stundum svo nálgaðist klisju. Að
baki bjó mikið skap, sem pólitískir andstæðingar
fengu oft að reyna og samherjar á köflum. Bjarni
var funi, en afar hlýr og nærfærinn við sína nánustu.
á bak við brynju baráttumannsins var stutt í kviku
og ríkar tilfinningar. Kímni og glettni lífgaði upp í
kringum hann og hlátur hans hvellur gleymist
engum er heyrðu.
Helgi Seljan segir um Bjarna:
Þegar eldhugi háleitra hugsjóna og mikilla athafna
hverfur af sviði, þá syrtir að.
Og hugurinn hvarflar til málþinga, þar sem
orðsins list lék á tungu, hreinskilni og skarpleiki
hugsunarinnar settu mark á málflutninginn, tæpi-
tunga var þar engin, enda hafði sá sem aldrei unni
sér hvíldar, hvorki í baráttunni fyrir betra og
fegurra mannlífi né í erilsömum önnum hins daglega
starfs, full efni á því að segja umbúðalaust, hvar
ábótavant var, hvar vítin væru sem varast skyldi.
En síðast en ekki síst var hann hinn ráðsnjalli
hugsuður nýrra leiða, nýrra markmiða í baráttunni.
Já, og hugurinn leitar austur til Neskaupstaðar,
þar sem verk hans tala í hverju einu, þar sem
ævistarfið var unnið af einstakri elju og fágætri
samviskusemi. Bæjarstjórastarf hans bar vissulega
hæst og samdóma álit allra mun það, að árvekni og
athafnasemi hans hafi verið með eindæmum. Bær-
inn hans ber þess líka ljósan vott, hann átti góða
samstarfsmenn, en sjálfur axlaði hann ávallt þyngstu
byrðarnar og ruddi brautina af ósérplægni þess, sem
aldrei spyr um eigin verkalaun, aðeins um það
hvað muni fjöldanum til farsældar til framtíðar
horft.
Og skyldi Austurlandi gleymt, málgagni okkar
austfirskra sósíalista, sem hann unni svo mjög og
helgaði krafta sína. Hversu miklu skyldu skrifin
hans Bjarna hafa áorkað um dagana, vakið menn til
vitundar um eðli stéttabaráttunnar, hugsjónir sósíal-
ismans, hið rétta eðli þeirra dægurmála, sem efst
voru á baugi.
Skrif hans voru leiftrandi skörp og skýr, þau
skildu allir. Þar eins og í töluðu máli hans glitraði
á margar perlur, þar logaði hárbeitt háðið, þar voru
háleit markmið færð í búning sem hæfði, þar var
íslenskt gullaldarmál í hávegum haft.
Fáa skarpari stjórnmálapenna hefur hin sósíalíska
hreyfing átt, fáa meir óþreytandi að einfalda hið
torræða án þess að missa nokkurn tíma tök á snilld
áróðursins fyrir máttugan málstað hins kúgaða eða
þess sem minna mátti sín. Og hugurinn reikar heim
til hans, þar sem rabbað var í rólegheitum um
torráðnar gátur mannlífsins, eða brugðið var á leik
og fyndnin og gamansemin sat í fyrirrúmi.
Eða leitað var orsaka og ástæðna fyrir einhverjum
vanda og hann krufinn til mergjar af meitlaðri
rökvísi og miklu raunsæi.
Sigurður Blöndal segir ma þetta
um Bjarna:
Með Bjarna Þórðarsyni er horfinn einn allra
svipmesti Austfirðingur, sem lifað hefir á síðustu
áratugum, maður, sem ávann sér í óvenjulegum
mæli virðingu og traust allra, sem kynntust honum,
103